Margrét Lára Viðarsdóttir virðist vera óstöðvandi á Algarve mótinu í knattspyrnu en íslenska landsliðið hefur nú unnið tvo fyrstu leiki sína í mótinu. Andstæðingarnir hafa ekki verið af verri endanum, Svíþjóð voru lagðir af velli 2:1 í fyrsta leik og í gær lagði íslenska liðið það kínverska að velli með sömu markatölu. Margrét Lára hefur skorað þrjú mörk í þessum leikjum og virðist loksins vera búin að finna sitt gamla form eftir erfið meiðsli.