�?lduhæð enn of mikil í Landeyjahöfn

Ekki er útlit fyrir að dýpkunarskipið Skandia geti hafið vinnu í Landeyjahöfn næstu daga. Ölduhæð hefur undanfarið verið yfir þeim mörkum sem skipið getur athafnað sig við og allt fram á miðvikudag eru ölduspár andsnúnar slíkri vinnu. (meira…)

�?g man ferðalög

Ég man að þegar heyskapi var lokið var öllum helstu nauðsynjum pakkað inní Rússajeppann hans afa og land lagt undir fót. Í þessum reisum var oftar en ekki gjarnan komið við á stöðum sem voru ekki í alfaraleið og myndu seint teljast til hefðbundinna ferðamannastaða, þó vissulega hafi hefðbundnir áfangastaðir líka verið sóttir heim. Á […]

Kominn til Simbabwe

Heimsreisa Sighvatar Bjarnasonar gengur vel en hann er nú staddur í Simbabwe. Síðast þegar við sögðum frá ferð hans var hann í Höfðaborg í S-Afríku en eftir 28 klukkustunda lestarferð og 12 klukkustunda rútuferð, náði hann til Bulawayo í Simbabwe. Á leiðinni kom hann við í Jóhannesarborg en þar er glæpatíðni afar há og þurfti […]

Eivör komin til Eyja

Eivör Pálsdóttir, færeyska söngkonan er komin til Eyja en hún mun syngja á tónleikjum í Landakirkju í kvöld. Örfáir miðar eru eftir á tónleikana en forsölu miðanna er að ljúka núna í Pennanum en ef einhverjir miðar verða eftir, verða þeir seldir við innganginn í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 en Eivör sagði við komuna […]

Berglind Björg kölluð inn til Portúgal

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður ÍBV í knattspyrnu hefur verið kölluð inn í íslenska A-landsliðshópinn en liðið tekur þátt í Algarve-mótinu í Portúgal þessa dagana. Berglind tekur sæti Kristínar Ýrar Bjarnadóttur úr Val sem meiddist og er á heimleið. Þar með eru þrjár stelpur frá Vestmannaeyjum í landsliðshópnum, skytturnar þrjár mætti kannski segja enda eru þær […]

Unnu FH þrátt fyrir að spila 10 gegn 11 lengst af

Kvennalið ÍBV bar í gærkvöldi sigurorð af FH í fyrsta leik liðanna í Lengjubikarkeppninni en leikurinn fór fram á gervigrasinu í Laugardal. Danka Podovac kom ÍBV yfir snemma leiks en á 25. mínútu fékk Kolbrún Stefánsdóttir að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á sóknarmanni FH sem var að sleppa í gegn. En þrátt fyrir […]

Hallarlundur opnaður í nýrri Höll

Margir minnast eflaust Hallarlundar sem var skemmtistaður og krá í Höllinni sem var. Þetta var á níunda áratug síðustu aldar og þar flaut bjórlíki í stríðum straumum og radd­bönd þanin af miklum móð. Nú er hún Snorrabúð stekkur og ný Höll risin og nú er Guði sungið lof í ­ þeirri gömlu sem er kirkja […]

Díoxínmæling í Vestmannaeyjum í dag

Mengunarmæling fór fram í sorpbrennslunni í Vestmannaeyjum í dag. Tekin voru sýni vegna magns díoxíns, ryks, kolmónoxíðs og fleiri efna í útblæstri frá brennslunni. Niðurstöður munu liggja fyrir eftir þrjár til fjórar vikur þar sem sýnin eru rannsökuð í Þýskalandi. (meira…)

Verður svipt starfsleyfi

Umhverfisstofnun hefur sent Vest­mannaeyjabæ bréf þar sem fram koma áform stofnunarinnar um að svipta Sorp­brennsluna starfsleyfi á grund­velli brota á því. Hefur stöðin ítrekað farið yfir þau mörk sem gefin eru upp fyrir ryk í útblæstri. Þetta kemur fram á heimasíðu Umhverfisstofnunar og var sett inn sl. föstdag, daginn eftir fund í Vestmannaeyjum um umhverfismál […]

Margrét skoraði í sigurleik gegn Svíum

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði annað af tveimur mörkum Íslands í 2:1 sigri á Svíþjóð í Algarve-mótinu í knattspyrnu í dag. Mótið fer fram samnefndum bæ í Portúgal en Svíar komust yfir 0:1 strax á 2. mínútu en Margrét Lára jafnaði metin skömmu fyrir leikhlé. Katrín Jónsdóttir skoraði svo sigurmarkið á 54. mínútu en fleiri urðu […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.