Umhverfisstofnun hefur sent Vestmannaeyjabæ bréf þar sem fram koma áform stofnunarinnar um að svipta Sorpbrennsluna starfsleyfi á grundvelli brota á því. Hefur stöðin ítrekað farið yfir þau mörk sem gefin eru upp fyrir ryk í útblæstri. Þetta kemur fram á heimasíðu Umhverfisstofnunar og var sett inn sl. föstdag, daginn eftir fund í Vestmannaeyjum um umhverfismál sem stofnunin stóð að.