Kári Kristján á sínum stað í landsliðshópnum

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur valið 18 leikmenn til þátttaöku í tveimur landsleikjum gegn Þjóðverjum í undankeppni EM. Fyrri leikurinn verður í Laugardalshöll 9. mars en síðari leikurinn í Þýskalandi 13. mars. Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er á sínum stað í landsliðshópnum en Kári hefur verið að vinna sér fast sæti í hópnum undanfarið og […]

Fjórar valdar í landsliðshópa

Fjórar stúlkur úr ÍBV hafa verið valdar til að taka þátt í æfingum hjá landsliðum Íslands í knattspyrnu. Þær Sóley Guðmundsdóttir, Berglind Þorvaldsdóttir og Birna Berg hafa allar verið valdar til æfinga með U-19 ára landsliði Íslands en æfingarnar eru liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðil Evrópumóts landsliðs sem fer fram í Wales í lok […]

Erfitt að sjá hvenær hægt verður að opna Landeyjahöfn

Miðað við ölduspá eru ekki fyrirsjáanlegt hvenær hægt verður að opna Landeyjahöfn. Tíðafar það sem af er árinu hefur verið óhemju erfitt með tilliti til dýpkunar í Landeyjahöfn en við slíku má vissulega búast um hávetur, segir á vef Siglingastofnunar. Þar kemur einnig fram að frá því að sanddæluskipið Skandia kom til landsins hafi aðeins […]

Díoxínmengun ekki bráð heilsufarsvá

Fólki stafar ekki bráð hætta af díoxínmengun hér á landi, segir sóttvarnarlæknir. Hann bendir þó á nauðsyn þess að lágmarka díoxín í umhverfinu. Í undirbúningi eru rannsóknir, þar sem kannað verður blý í hári fólks. Í kjölfar kamfílóbakterfaraldurs fyrir rúmum tíu árum var komið á samstarfi sóttvarnarlæknis og fleiri aðila. Frá árinu 2007 hafa Geislavarnir […]

�?sáttur við sambandsslitin og gekk í skrokk á konunni

Ein líkamsárás var kærð í síðustu viku hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Um var að ræða ósætti pars sem var að slíta samvistum. Varð maðurinn eitthvað ósáttur við sambandsslitin og gekk í skrokk á konunni, sem náði að flyja undan manninum. Ekki var um alvarlega áverka að ræða en málið er í rannsókn eftir því sem […]

Aðeins einir tónleikar með Eivöru

Aðeins verður um eina tónleika að ræða með Eivöru Pálsdóttur í Landakirkju á fimmtudaginn kemur. Tónleikarnir verða haldnir kl 20:00 en ekki kl 19:15. Þeir sem hafa nú þegar tryggt sér miða kl 21:15 færast því á þennan tíma og gildir miði þeirra kl 20:00. Einungis eru um að ræða 230 miða sem settir eru […]

Gunnar Hrafn vann verðlaun í eldvarnagetrauninni

Á laugardaginn kom til okkar á æfingu í slökkviliðinu Gunnar Hrafn Gíslason nemandi í Hamarsskóla. Hann var einn af 8 ára nemendum skólans sem tóku þátt í eldvarnagetraun slökkviliðs og sjúkraflutningsmanna nú fyrir síðustu jól. Gunnar Hrafn var dreginn út með réttar úrlausnir og voru veitt verlaun fyrir. Gunnar Hrafn fékk viðurkenningaskjal og spilara. (meira…)

Hefur ekki fengið svör

Elliði Vignisson, bæjarstjóri segir að bæjaryfirvöld sitji ekki með hendur í skauti og bíði hvað verða vill í samgöngumálum Eyjanna. Nokkuð hefur borið á gagnrýnisröddum undanfarið um rekstur Herjólfs og hefur verið kallað eftir viðbrögðum bæjaryfirvalda. Elliði segist hafa sent bréf á Eimskip og Vegagerðina með sjö atriðum sem bæjaryfirvöld telja að bæta verði. Þá […]

Bæjarstjóri óskar svara frá Eimskip og Vegagerðinni

Elliði Vignisson, bæjarstjóri sendi í síðustu viku bréf á Eimskip og Vegagerðina þar sem hann telur upp sjö atriði sem betur mættu fara. „Herjólfur og ferðir Herjólfs eru og verða eitt stærsta hagsmunamál samfélagsins okkar hér í Vestmannaeyjum. Vandamálin með Landeyjahöfn í vetur hafa verið mikil vonbrigði og haft áhrif á mannlífið hér og þar […]

Ferðalagið hafið

Eyjamaðurinn Sighvatur Bjarnason ætlar að ferðast umhverfis heiminn á 80 dögum, safna um leið áheitum fyrir Umhyggju – félagi langveikra barna og vekja athygli á félaginu. Ferðalagið er, eins og hann kemst að orði sjálfur „low budget, road trip“ en í ferðalaginu mun hann ferðast eins ódýrt og mögulegt er, á landi eða sjó og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.