Aðeins verður um eina tónleika að ræða með Eivöru Pálsdóttur í Landakirkju á fimmtudaginn kemur. Tónleikarnir verða haldnir kl 20:00 en ekki kl 19:15. Þeir sem hafa nú þegar tryggt sér miða kl 21:15 færast því á þennan tíma og gildir miði þeirra kl 20:00. Einungis eru um að ræða 230 miða sem settir eru í sölu á þessa stórtónleika og voru farnir um 90 stk. í forsölu kl. 13:00 í dag og því um að gera að tryggja sér miða í tíma.