Stelpurnar steinlágu fyrir HK

ÍBV steinlá gegn HK í dag þegar liðin áttust við í N1 deildinni í Kópavogi. Lokatölur urðu 30:24 en staðan í hálfleik var 13:10 HK í vil. Eyjastúlkur náðu muninum niður í eitt mark 14:13 í upphafi síðari hálfleiks en þá tók við afar slæmur leikkafli og heimastúlkur skoruðu þá fimm mörk gegn aðeins einu […]

Strákarnir taka á móti toppliðinu

Karlalið ÍBV leikur nú klukkan 13:00 í dag gegn toppliði Gróttu í 1. deild Íslandsmótsins. Þetta er jafnframt fyrsti leikur liðanna í 3. umferð deildarinnar. Grótta er sem fyrr segir í efsta sæti deildarinnar og virðist hafa nokkra yfirburði gegn öðrum liðum deildarinnar. Eyjamönnum hefur hins vegar fatast nokkuð flugið eftir að hafa farið taplausir […]

Tryggvi Guðmundsson handleggsbrotinn – Frá næstu vikurnar

Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, verður frá keppni næstu 6-8 vikurnar eftir að hafa handleggsbrotnað í 3-1 tapi liðsins gegn Leikni R. í Lengjubikarnum í gærkvöldi. Tryggvi meiddist í fyrri hálfleiknum en fékk aðhlynningu og var teipaður. Hann ákvað að halda leik áfram og skoraði mark ÍBV ekki löngu síðar en varð svo að fara af […]

Eyjamenn töpuðu í kvöld fyrir Leikni

Eyjamenn töpuðu í kvöld fyrir Leikni frá Reykjavík í fyrstu umferð Lengjubikarsins. Það er óhætt að segja að sigur Leiknis sé óvæntur enda leikur Leiknir í 1. deild næsta sumar en ÍBV í úrvalsdeild og var fyrirfram talið sigurstranglegra. En það dugir ekki alltaf til. Leiknismenn komust yfir um miðjan fyrri hálfleikinn en Tryggvi Guðmundsson […]

Kominn tími á breytingar

Nú er verið að leggja lokahönd á breytingar í Höllinni en staðurinn hefur fengið ansi hressilega andlitslyftingu. Rekstraraðilar Hallarinnar, þeir Bjarni Ólafur Guðmundsson og Einar Björn Árnason geta nú skipt hinu gríðarstóra húsi upp í þrjá smærri sali sem verða stúkaðir af með hljóðeinangrandi tjöldum. Í kvöld stendur svo mikið til þegar boðið verður upp […]

Kvótakerfið – umræða á villigötum

Umræðan um kvótakerfið er enn einu sinni komin á yfirborðið og eins og svo oft áður, því miður, þá orða menn hlutina í samræmi við sína hagsmuni, en hvers vegna var þetta kvótakerfi sett á? Hvert var takmarkið? Hvernig hefur til tekist? Og hvernig er staðan í dag? Árið 1984 var núverandi kvótakerfi sett á, […]

Landeyjarhöfn ekki opnuð fyrir helgi

Ekki mun takast að opna Landeyjarhöfn fyrir helgi. Sanddæluskipið Skandia vann við dýpkun hafnarinnar fram yfir hádegi í dag, en neyddist til að hætta dælingu vegna vaxandi ölduhæðar. „Við leggjum alla áherslu á að opna höfnina svo að það sé hægt að nýta þessa góðu samgöngubót, en við ráðum ekki við veðrið,“ sagði Guðjón Egilsson, […]

Flugfélagið Ernir bætir við ferð í dag

Í fréttatilkynningu frá Flugfélaginu Ernir segir að farin verði aukferð til Eyja kl. 14.45 og frá Eyjum kl. 15.30. Ennþá eru einhver sæti laus í þess ferð. (meira…)

Hefur trú á því að varlega verði farið í niðurskurði

„Enn sem komið er, er aðeins búið að velta upp mögulegum leiðum til hagræðingar. Þar er tvennt nefnt sem snýr að grunnskólanum. Ann­ars vegar er möguleg skerðing á úthlut­uðum kennslustundafjölda – og við vonum að sjálfsögðu að til hennar þurfi ekki að koma,“ sagði Fanney Ásgeirsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyja, þegar hún var spurð að því […]

Reynt að gera sem mest úr því sem eftir er

Verkfall bræðslumanna, sem átti að hefjast klukkan hálf átta á þriðju­dagskvöldið, var afboðað á síðustu stundu. Var það mat samninga­nefndar Afls á Austurlandi og Dríf­anda í Vestmannaeyjum að verkfall myndi ekki skila tilætluðum árangri. Bæði Ísfélag og Vinnslustöð höfðu gert ráðstafanir miðað við að til verkfalls kæmi. Meðal annars var búið að bræða allt hráefni […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.