Kári Kristján á sigurbraut

Kári Kristján Kristjánsson og samherjar hans í Wetzlar halda áfram að koma á óvart í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Eftir afleita byrjun í haust hefur liðið heldur betur sótt í sig veðrið eftir því sem á mótið hefur liðið. Í gær vann Weztlar góðan sigur á Gummersbach á heimavelli, 34:31, eftir að hafa verið […]
Aðstæður ekki nógu góðar fyrir Skandia í dag

Aðstæður við Landeyjahöfn í dag voru ekki nógu góðar fyrir sanddæluskipið Skandia. Skipstjóri Skandia fór með hafnsögubátnum Lóðsinn að Landeyjahöfn í dag til að kanna aðstæður. Ölduhæð er um tvo metra núna í Landeyjahöfn en samkvæmt upplýsingum Eyjafrétta koma hins vegar stórar fyllingar öðru hverju sem gerir það að verkum að ekki er hægt að […]
Búið er að aflýsa verkfalli

Verkfalli í loðnubræðslum hefur verið aflýst þrátt fyrir að samningar hafi ekki náðst milli deiluaðila. Ástæða þess að verkfallinu er aflýst er að ekki náðist samstaða meðal starfsmanna í öllum loðnubræðslum landsins en bræðslur á Þórshöfn og Helguvík yrðu áfram starfandi í verkfallinu. Auk þess náðist ekki samstaða við færeyska kollega starfsmanna í bræðslum vegna […]
Biluð umferðarljós

Umferðarljósin á gatnamótum Bessastígs og Heiðarvegar eru biluð. Bilunina má sennilega rekja til rafmagnstruflana og þarf að endursetja tölvubúnaðinn sem stjórnar ljósunum. Það getur tekið einhverja daga þar sem senda þarf búnaðinn til umboðsaðila. Það er því rétt að árétta að ökumenn fari varlega um þessi gatnamót, enda helsta gönguleið nemenda í Barnaskólanum í Íþróttamiðstöðina. […]
Skandia að verða klár

Sanddæluskipið Skandia hefur legið við bryggju síðan skipið kom til Eyja seint á fimmtudagskvöldið í síðustu viku. Við komuna til Eyja kom upp vélarbilun í aðalvél skipsins en nú er búið að laga bilunina. Auk viðgerðarinnar, þurfti að ditta að ýmsu um borð en nú er því verki að ljúka og ef aðstæður eru nægilega […]
Fundur bræðslumanna hafinn

Samninganefndir starfsmanna í loðnubræðslum og Samtaka atvinnulífsins settust niður við samningaborðið kl. rúmlega 10 í morgun. Verkfall hefst kl. 19:30 í kvöld hafi samningar ekki tekist. Samningafundur stóð fram á kvöld í gær, en hann leiddi ekki til samkomulags. Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls á Austurlandi, sagði eftir fundinn í gær að enn bæri talsvert […]
Hættur á Selfossi

Bergur Sigmundsson, bakari, er minnka við sig. Hann hefur í mörg ár rekið Vilberg-Kökuhús í Vestmannaeyjum en árið 2006 opnaði hann útibú á Selfossi sem hann hefur selt. „Já, það er rétt að við erum búin að selja Vilberg – Kökuhús á Selfossi sem við höfðum rekið frá árinu 2006. Reksturinn gekk ágætlega en eins […]
Jilie Nelson í ÍBV – Edda María áfram

Edda María Birgisdóttir mun leika áfram með ÍBV á næstu leiktíð en hún var á láni hjá liðinu frá Stjörnunni á seinni hluta síðustu leiktíðar. Þá hefur félagið fengið norður írska landsliðskonu til liðs við sig. Edda María Birgisdóttir lék með liðinu seinni hluta síðasta tímabils og átti stóran þátt í því að liðið tryggði […]
18 ára stúlka sló jafnöldru sína með glerflösku í höfuðið

Tvö fíknefnamál komu upp í vikunni en í báðum tilvikum lagði lögreglan hald á kannabisefni. Í fyrra tilvikinu fundust um 30 gr. af maríjúana við leit í herbergi á gistiheimili í bænum en í hinu tilvikinu fundust 4 gr. Bæði málin teljast uplýst. Þá var ein líkamsárás kærð til lögreglunnar þar sem tveimur átján ára […]
Tinna, Elliði og Kristmann �?ór unnu fjórþraut í stærðfræði

Í tilefni af Degi stærðfræðinnar stóð Grunnskóli Vestmannaeyja fyrir fjórþraut fyrir nemendur á mið- og unglingastigi. Sett var fram ein þraut á dag, frá mánudeginum í síðustu viku og fram á fimmtudag en lausnum skiluðu nemendur á skrifstofu skólans. Í morgun voru svo veitt verðlaun fyrir besta árangurinn. (meira…)