Veður tefur sanddælingu

Ekki eru horfur á að sanddæluskipið Skandia geti farið að vinna við Landeyjarhöfn fyrr en um miðja vikuna. Í morgun sýndi dufl við Landeyjarhöfn 3,3 metra ölduhæð, en skipið getur ekki unnið ef ölduhæð fer yfir 2 metra. (meira…)

60 tonna krani skautaði niður Strembugötuna

Síðdegis í gær var talsverð hálka í Vestmannaeyjum. Ökumaður 60 tonna grindabómukrani fékk að kynnast því þegar hann var að keyra krananum upp Strembugötuna. Þegar kraninn var hálfnaður á leiðinni, komst hann ekki lengra sökum hálkunnar og byrjaði skömmu síðar að renna aftur á bak niður snarbratta götuna. (meira…)

�?tlar enginn að segja neitt?

Mér er eiginlega orða vant, aldrei þessu vant. Gjaldskrá Herjólfs til Þorlákshafnar liggur nú fyrir. Samgöngubót okkar Vestmannaeyinga er að engu orðin og betur heima setið en af stað farið ef þetta á að vera svona. Verð fram og til baka með Herjólfi til Þorlákshafnar fyrir tvo fullorðna með fólksbíl er kr. 13.782. Þetta verð […]

Einhugur í bræðslumönnum

Mikill einhugur er í samninganefnd bræðslumanna AFLs og Drífanda. Samninganefndin hittist á fundi síðdegis í gær og fór yfir stöðuna í viðræðum við SA og í ljósi frétta um viðræður ASÍ og SA á föstudag. Trúnaðarmenn félaganna í átta bræðslum sátu fundinn, en fundarmenn voru staðsettir víða um land og nýttu símtæknina við fundinn. Niðurstaða […]

Dæluskipið tilbúið fyrir dýpkun

Dæluskipið Skandia er tilbúið fyrir dýpkun Landeyjahafnar. Um helgina hefur verið unnið við skipið eftir komu þess til Vestmannaeyja á fimmtudagskvöld. Gera þurfti við olíudælu sem bilaði á siglingunni frá Danmörku, ásamt því sem sinna þurfti ýmsum viðhaldsverkum. Þá þurfti að koma dæluröri skipsins fyrir. (meira…)

Vandræði karlaliðsins halda áfram

Vandræði karlaliðs ÍBV halda áfram en liðið hefur ekki þótt spila vel undanfarnar vikur. Í dag tapaði liðið fyrir Víkingum 30:27 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 15:9 Víkingum í vil. Síðan 6. nóvember hefur liðið aðeins unnið þrjá af níu leikjum. Af þessum þremur sigrum, var einn gegn botnliði Fjölnis á heimavelli og […]

Kári Kristján skoraði 5 gegn Löwen

Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson skoraði 5 mörk fyrir Wetzlar sem gerði jafntefli gegn Íslendingaliðinu Rhein-Neckar Löwen 26:26 í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag. Kári var markahæstur hjá Wetzlar í leiknum. Ólafur Stefánsson lék á ný með liði Löwen og skoraði tvívegis. Róbert Gunnarsson komst ekki blað hjá Löwen og Guðjón Valur Sigurðsson var […]

Markmiðið er fimmta sætið

Ester Óskarsdóttir var markahæst hjá ÍBV í sigurleiknum gegn FH í kvöld en hún skoraði níu mörk og var mjög ákveðin á lokakaflanum fyrir ÍBV. Hún sagði í samtali við Eyjafréttir að markmiðið hjá ÍBV í vetur væri enn að ná í fimmta sætið, þó svo að liðið sitji nú í því fjórða enda megi […]

ÍBV upp í fjórða sætið

ÍBV er komið í fjórða sæti N1 deildarinnar eftir sigur á FH í hörkuleik. Leikurinn fór fram í Eyjum þrátt fyrir að ekki hafi verið flugfært í dag en Hafnafjarðarliðið og dómarapar leiksins kom með Herjólfi í dag. Lokatölur urðu 24:22 en staðan í hálfleik var 9:10 FH í vil. Þótt ÍBV sé komið í […]

Vinstri græn í Eyjum styðja ríkisstjórnina

Félagsfundur Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs í Vestmannaeyjum lýsir yfir fullum stuðningi við ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Fundurinn lýsir jafnframt yfir ánægju sinni með þann árangur sem náðst hefur á fjölmörgum sviðum þjóðmála við afar erfiðar aðstæður sem sýnir að ríkisstjórnin er á réttri leið. Þetta kemur fram í ályktun VG í Vestmannaeyjum sem má lesa hér […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.