Verkfall samþykkt í Eyjabræðslum

Verkfall í tveimur fiskimjölsverksmiðjum í Vestmannaeyjum var samþykkt í atkvæðagreiðslu í dag. Atkvæði bræðslumanna á Austurlandi verða talin í fyrramálið. Talningu atkvæða frá starfsmönnum í bræðslum Ísfélagsins og Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum lauk klukkan hálf níu í kvöld. Starfsmenn í bræðslunum tveimur samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að boða til verkfalls 15. febrúar næstkomandi. Verkfallið er ótímabundið […]
Tvö vinnuslys tilkynnt til lögreglunnar í vikunni

Tvö vinnuslys voru tilkynnt til lögreglu í vikunni. Í öðru tilvikinu var um að ræða slys hjá Godthaab í Nöf þar sem starfsmaður lenti með hönd í flatningsvél með þeim afleiðingum að hann skarst á hendi og þurfti að sauma 10 spor í höndina til að loka sárinu. Í hinu tilvikinu var um að ræða […]
Kosning hafin hjá bræðslukörlum

Kosning er hafin hjá starfsmönnum fiskimjölsverskmiðjanna tveggja í Eyjum um hvort boða eigi til verkfalls eftir viku. Kosningin fer fram á skrifstofu Drífanda stéttarfélags og einnig í fiskimjölsverksmiðjunum báðum, FIVE og FES. Kosið er í Eyjum og á Austurlandi en alls eru 75 starfsmenn í bræðslunum á þessum stöðum, þar af 17 í Eyjum. Kosningu […]
Viðheldur þú einelti?

Tvær spurningar: Hefur þú lagt í einelti? Hefur þú hagað þér þannig að einhver hefur orðið fyrir einelti? Svarið við þessum tveimur spurningum þarf alls ekki að vera það sama. Í þeirri fyrri er spurt hvort þú sjálf eða sjálfur hafir verið gerandi í einelti, en í þeirri seinni er auk þess verið að spyrja […]
Málflutningur um ofurlaun og kröfur eru út í hött

Stjórn og trúnaðarráð Drífanda stéttarfélags lýsir fullum stuðningi við baráttu félaga sinna í fiskimjölsverksmiðjum í Vestmannaeyju og á Austurlandi. Stjórn og trúnaðarráðið hvetur einnig stéttarfélög og launþega um allt land til að standa með þeim í baráttunni fyrir bættum kjörum en þetta var samþykkt á fundi Drífanda í morgun. (meira…)
Samkeppni um nafn á nýjan veitingastað

Aðstandendur Einsa Kalda og Hallarinnar hafa ákveðið að fá Eyjamenn, og aðra sem vilja, til liðs við sig við að finna nafn á nýja sal Hallarinnar. Salurinn er upphækkaður í norðurenda Hallarinnar og að stórum hluta stúkaður af með færanlegum tjöldum. Hann verður notaður til að taka á móti hópum, stórum sem smáum og gefur […]
Tvítug Eyjastúlka sinnir sjálfboðastarfi í Indlandi og Kenía

Herdís Gunnarsdóttir, tvítug Eyjastelpa flakkar nú um í Indlandi og Kenía. Ferðalag Herdísar hófst í byrjun janúar og stendur í átta vikur en með Herdísi eru níu önnur íslensk ungmenni, m.a. Edda María Birgisdóttir sem lék með kvennaliði ÍBV í knattspyrnu síðasta sumar. Herdís lét drauminn rætast og fór á vegum Múltí Kúltí, góðgerðarsamtaka en […]
Fjallabræður í Höllinni 5. mars

Fjallabræður, sem slógu algerlega í gegn á Þjóðhátíðinni í fyrra, eru á leið til Eyja og verða í nýbreyttri Höllinni laugardaginn 5.mars. Þessi hressilegi kór var svo yfir sig ánægður með viðtökur Þjóðhátíðargesta í fyrra að strax eftir þá uppákomu voru þeir staðráðnir í að koma til Eyja og syngja á heilum tónleikum. Sumir af […]
Kjósa um verkfall í dag

Það skýrist í kvöld hvort starfsmenn átta fiskimjölsverksmiðja á Austurlandi og í Vestmannaeyjum boða til verkfalls eftir viku, en kosningar um það verða í verksmiðjunum í dag. Samningamenn bræðslumanna slitu viðræðum við Samtök atvinnulífisins í gær og segja að svo virðist sem ætlan samtakanna sé að skapa óróa og átök á vinnumarkaði. (meira…)
Golli kvaddi með hreifaklappi

Útselskópnum Golla var sleppt á laugardaginn en selurinn hefur verið í vist hjá starfsmönnum Sæheima. Kópurinn kom á land í Breiðdalsvík fyrir um það bil þremurmánuðum og hafði líklega orðið viðskila við móður sína. En honum var komið fyrir í vist í Eyjum og braggaðist vel þar. Reyndar var Golli hálf smeykur við öldurnar þegar […]