Tvær spurningar:
Hefur þú lagt í einelti?
Hefur þú hagað þér þannig að einhver hefur orðið fyrir einelti?
Svarið við þessum tveimur spurningum þarf alls ekki að vera það sama. Í þeirri fyrri er spurt hvort þú sjálf eða sjálfur hafir verið gerandi í einelti, en í þeirri seinni er auk þess verið að spyrja hvort þú hafir verið áhorfandi, eða vitað af einelti, án þess að gera eða segja neitt. Flestir svara fyrri spurningunni neitandi. En það eru ansi margir sem taka þátt í að viðhalda einelti með því að gera ekki neitt og svara því seinni spurningunni játandi.