Eyjamenn í basli með botnliðið

Eyjamenn sýndi líklega flestar sínar verstu hliðar í leik sínum gegn botnliði Fjölnis í dag þegar liðin áttust við í Eyjum í 1. deildinni. Leikmenn ÍBV virtust á löngum köflum í leiknum vera hálf áhugalausir, alla baráttu vantaði í liðið og leikur þess var eftir því. Fjölnismenn, sem mættu eingöngu með níu leikmenn til Eyja, […]

ÍBV mætir Keflavík í úrslitum

Knattspyrnulið ÍBV lagði FH að velli 3:2 í dag í síðustu umferð riðlakeppninnar í móti Fótbolta.net. ÍBV vann alla þrjá leiki sína í riðlinum, gegn ÍA, Stjörnunni og FH og er komið í úrslitaleik keppninnar sem fer fram laugardaginn 5. febrúar. FH-ingar komust í 0:2 í leiknum í dag en Eyjamenn tóku heldur betur við […]

�?ruggur sigur hjá stelpunum

Leikmenn kvennaliðs ÍBV sinntu í dag skylduverkunum þegar þær lögðu ÍR að velli í Eyjum. Lokatölur urðu 30:21 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 18:12. Þar með heldur ÍBV áfram að þjarma að Fylki, sem er í fjórða sæti deildarinnar en fjögur efstu liðin fara í úrslitakeppni Íslandsmótsins. Nú munar aðeins einu stigi á […]

Kiwanismenn bestir í Eyjum

Í gærkvöld lauk Olísmótinu í snóker en í mótinu keppa sveitir úr Kiwanis, Oddfellow og Akóges. Hver sveit er skipuð sex mönnum og leika allir við alla. Sú sveit sem vinnur flesta vinninga stendur uppi sem sigurvegari og í ár, eins og svo oft áður, urðu Kiwanismenn hlutskarpastir í sveitakeppninni og unnu með 48 vinninga, […]

Fleirum líkar vel við skólann sinn

Skýrslan Heilsa og lífskjör skólanema á Suðursvæði 2006-2010, rannsókn á vegum Rannsóknaseturs forvarna við Háskólann á Akureyri kom út seint á síðasta ári. Fréttir leituðu til Fanneyjar Ásgeirsdóttir, skólastjóra Grunnskóla Vestmanneyja, og spurðu út í helstu niðurstöður. Fanney sagði að skýrslan væri greinargóð og góð lesning fyrir alla þá sem bera velferð barna og unglinga […]

�?rjár Eyja­sveitir stíga á svið

Á laugardaginn, frá klukkan tíu til miðnættis, verða tónleikar á Vol­cano Café undir merkjum rokk og róls. Þar stíga á stokk hljómsveitirnar El Camino, Súr og Dólgarnir. Frítt verður inn og hvetja forsvarsmenn tónleikanna fólk til að fjölmenna. Með þessu vilja hljómsveitirnar vekja athygli á aðstöðuleysi ungs tónlistarfólks í Vestmannaeyjum sem hvergi hefur aðgang að […]

Aukaflug til Eyja á laugardag

Flugfélagið Ernir hefur nú ákveðið að setja aukaflug á Eyja á morgun, laugardag. Brottför frá Reykjavík er kl 12:15 og kl 13:00 frá Vestmannaeyjum. Enn eru sæti laus til og frá Eyjum og er fólk hvatt til að bóka sig tímanlega á www.ernir.is. Einnig er aukaflug í dag, föstudag, kl 15:00 frá Reykjavík og frá […]

Forstjóri HS á laugardagsfundi

Gestur laugardagsfundar 29. janúar næstkomandi verður Júlíus Jónsson forstjóri HS (Hitaveitu Suðurnesja). Fundurinn byrjar kl.11.00 í Ásgarði. (meira…)

Sytnik tryggði ÍBV sigur á Akranesi

ÍBV er í góðum málum í B-riðli Fótbolta.net mótsins eftir 1-0 sigur á ÍA í Akraneshöllinni í kvöld. Skagamenn fengu gullið tækifæri til að skora strax á þriðju mínútu þegar liðið fékk vítaspyrnu en Abel Dhaira frá Úganda varði spyrnu Gary Martin. Leikurinn var jafn og bæði lið fengu færi en þrátt fyrir það var […]

Surtur sló í gegn í New York

Það er ekki á hverjum degi sem húsgögn eftir íslenska hönnuði komast í heimspressuna. Emilía Borgþórsdóttir, frá Vestmannaeyjum, hannaði stólinn Surt og sýndi hann á hönnunar­sýningunni International Cont­em­porary Furniture Fair (www.icff.com), í New York á dögunum. Þetta kemur fram í Pressunni þar sem segir að blaðamenn hafi ekki haldið vatni yfir stólnum enda sé hann […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.