Það er ekki á hverjum degi sem húsgögn eftir íslenska hönnuði komast í heimspressuna. Emilía Borgþórsdóttir, frá Vestmannaeyjum, hannaði stólinn Surt og sýndi hann á hönnunarsýningunni International Contemporary Furniture Fair (
www.icff.com), í New York á dögunum. Þetta kemur fram í Pressunni þar sem segir að blaðamenn hafi ekki haldið vatni yfir stólnum enda sé hann góður letistóll, öfugt við mörg yfirhönnuð húsgögn er þessi stóll þægindin uppmáluð.