Báðar ferðirnar á morgun til �?orlákshafnar

Herjólfur mun eingöngu sigla til Þorlákshafnar á morgun en vonir stóðu til þess að hægt yrði að sigla til Landeyjahafnar seinni partinn. Nú er ljóst að svo verður ekki og mun Herjólfur því sigla milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar en brottför frá Eyjum er 7:30 og 15:15. Brottför frá Þorlákshöfn er 11:15 og 18:45. (meira…)
�?etta er ævi mín í músík

Stella Hauksdóttir, trúbador, stendur fyrir stórtónleikum í Alþýðuhúsinu í kvöld, föstudag en henni til halds og trausts verður úrval tónlistarmanna bæði frá Eyjum og Reykjavík. Þetta eru fyrstu alvöru tónleikarnir sem hún heldur hér heima og kominn tími til, því hún hefur samið fjöldann allan af textum og lögum sem eru hluti af tónlistarsögu og […]
Frostrósir hætta við komuna til Eyja

Frostrósir hafa sungið inn jólin fyrir Íslendinga undanfarin ár og nú síðustu ár heimsótt fjölda staða á landsbyggðinni við mjög góðar undirtektir. Þetta er mikið ferðalag og talsvert álag á listamenn og aðra sem að þessu koma og því mikilvægt að engar óvæntar uppákomur trufli eða setji strik í ferðaáætlunina. Áætlaðir voru tónleikar í Höllinni […]
ESB á ekki heima í stjórnarskránni

Það má vel vera að ég sé ekki alltaf í takt við raunveruleikann, eflaust einhverjir sem taka heils hugar undir það en það breytir því ekki að agalega finnst mér óviðeigandi þegar fólk er að blanda saman stjórnarskránni og Evrópusambandinu. Sumir setja nánast samasem merki á milli þessara tveggja hluta. Hvað á það að þýða? […]
Nálgumst málið af festu

„Bæjarstjórn sem slík hefur ekki fjallað sérstaklega um stöðuna hjá Fasteign. Á sínum tíma var bæjarstjórn klofin í afstöðu sinni til inngöngu Vestmannaeyjabæjar í félagið. Við sjálfstæðismenn vorum mjög andvígir samningum við Fasteign hf. og töldum þá slæman kost, en V- listi og B-listi töldu inngöngu hins vegar góðan kost. Þar sem V og B […]
Kristileg gildi eru samofin íslenskri menningarhefð

Ég er einn þeirra rúmlega 500 einstaklinga sem gefa kost á sér til stjórnlagaþings og jafnframt sá elsti í hópnum. Stjórnarskráin á að vera stuttorð og auðskilin. Ég nefni hér nokkur atriði sem mér finnst skipta miklu máli: Ég tel að sú hugmynd að gera landið að einu kjördæmi (sem vissulega hefur ýmsa kosti) muni […]
Loðnukvótinn verði 200 þúsund tonn

Hafrannsóknastofnunin leggur til að heildaraflamark loðnu á vertíðinni 2010/2011 verði samtals 200 þúsund tonn. Jafnframt leggur stofnunin til að ekki verði gerðar breytingar á núgildandi reglum um takmörkun á notkun flotvörpu við veiðarnar. Þetta er lagt til á grundvelli niðurstöðu haustmælinga á loðnu. (meira…)
Vestmannaeyingar eru með fjórðung síldarkvótans

Samanlagður kvóti Ísfélgsins, Vinnslustöðvar og Hugins VE er um 10.000 tonn í Suðurlandssíldinni en í heildina er kvótinn 40.000 tonn. Leitast er við að vinna sem mest til manneldis. „Við erum rétt að byrja,“ sagði Sindri Viðarsson, sviðsstjóri Vinnslustöðvarinnar, þegar hann var spurður út í veiðar og vinnslu á síld en Vinnslustöðin er með fjögurþúsund […]
Kemur forsvarsmönnum Tölvunar í opna skjöldu

Í vikublaðinu Fréttum auglýsir Vestmannaeyjabær eftir tölvustjóra til að sinna almennri tölvuþjónustu, tölvukerfum, uppbyggingu og viðhaldi þeirra sem og endurnýjun. Einnig á hann að hafa umsjón með símkerfi sveitarfélagsins, heimasíðum og kynningu og kennslu starfsmanna. Leitað er eftir háskólamenntuðum starfsmanni. (meira…)
Sló flötum í innsiglingunni

Herjólfi sló næstum flötum við hafnarmynnið í Landeyjahöfn þegar skipið kom þangað um klukkan 11.00 í morgun. Allt fór þó vel en ekki voru farnar fleiri ferðir í Landeyjahöfn í dag. Síðdegisferðin var farin í Þorlákshöfn og einnig verður siglt þangað á morgun meðan málið er rannsakað. (meira…)