Gular viðvaranir á Þorláksmessu

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á eftirfarandi landshlutum á Þorláksmessu: Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi kl. 03:00 aðfaranótt Þorláksmessu og gildir til kl. 07:00 um morguninn. Í viðvörunarorðum segir: Suðaustan 15-23 m/s með vindhviður að 35 m/s við fjöll. Varasamt ferðaveður. Nánar […]

Hitalagnir undir Hásteinsvöll – Gerum betur!

Það er mat ÍBV og allra fagaðila að nauðsynlegt sé að koma hitalögnum undir Hásteinsvöll um leið og lagt verður á hann gervigras, sem síðar verða nýttar í upphitun vallarins. Framkvæmdin er þannig að hitalagnir verða ekki settar undir völlinn eftir á. Upphitun er lykilatriði til að hámarka nýtingu vallarins yfir vetrarmánuðina og til lágmarka […]

Jólaveðrið: Útlit fyrir hvassa suðvestanátt

DSC 6583

Þegar einungis þrír dagar eru til jóla er ekki úr vegi að líta yfir nýjustu veðurspánna og sjá hvernig kemur til með að viðra á okkur um hátíðina. Byrjum samt að skoða veðurspánna fyrir Suðurland næsta sólarhringinn. Í nýrri spá Veðurstofu Íslands segir: Hæg norðlæg eða breytileg átt og stöku él, en norðvestan 8-15 m/s […]

Jólapistill forstjóra HSU

Árið 2024 hefur verið viðburðarríkt fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) og við höfum staðið frammi fyrir nýjum áskorunum sem og tækifærum sem hafa veitt okkur færi á að efla og bæta þjónustuna okkar. Í þessari yfirferð langar mig að deila með ykkur nokkrum af þeim helstu þáttum sem hafa staðið upp úr á árinu sem er […]

Á fjórða hundrað skrifað undir

Eldfell Yfir Cr

Líkt og greint var frá í byrjun vikunnar hér á Eyjafréttum var sett af stað undirskriftasöfnun vegna fyrirhugaðra framkvæmda við og á Eldfelli. Til stendur að reisa þar göngustíg og minnisvarða til minningar um að 50 ár voru liðin frá eldsumbrotum á Heimaey í fyrra. „Mótmæli gegn fyrirhugaðri röskun á Eldfelli vegna listaverks. Við undirrituð […]

Gráa og fjólubláa liðið mættust í Stjörnuleiknum

Hinn árlegi stjörnuleikur í handbolta fór fram nú fyrr í kvöld þegar gráa og fjólubláa liðið keppti til leiks. Stjörnuleikurinn er orðinn fastur liður í aðdraganda jóla hér í Eyjum, en leikurinn fór fram í íþróttahúsinu fyrir fullum sal og ríkti mikil gleði á meðal áhorfenda og leikmanna. Dómgæslu sáu Sindri Ólafsson og Bergvin Haraldsson […]

Þurftu að kalla til aðra þyrlu

EIR þyrla TMS IMG 0799 La

Eyjamenn hafa margir hverjir orðið varir við tíðar þyrluferðir yfir Heimaey síðastliðinn sólarhring. Nú síðast síðdegis í dag. „Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út til Eyja í gærkvöld til að annast sjúkraflug. Þegar TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, var á heimleið frá Vestmannaeyjum kom upp bilun í þyrlunni og í kjölfarið varð að kalla út aðra þyrlu, TF-EIR, […]

Þjótandi bauð best í jarðvinnu á Hásteinsvelli

Gras Hasteinsvollur 20241210 152457

Fyrr í mánuðinum voru opnuð tilboð í jarðvinnu og lagnir við endunýjun Hásteinsvallar. Fram kemur í fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja að tvö tilboð hafi borist í verkið, en bjóða þurfti verkið út aftur vegna þess að eina tilboðið sem barst áður þótti of hátt. Tilboðin sem nú bárust voru annars vegar frá Þjótanda ehf. […]

Trölli lætur gott af sér leiða

Trölli hefur nú í annað sinn safnað fé til styrktar góðgerðarmálum fyri jólin. Í ár valdi hann að styðja félagið Gleym mér ei , sem veitir aðstoð og stuðning þeim sem upplifa missi á meðgöngu, í eða eftir fæðingu. Markmið félagsins er að heiðra minningu þeirra litlu ljósa sem slokkna með því að styrkja málefni […]

Skattabreytingar á árinu 2025

Peninga

Um áramót taka gildi ýmsar skattabreytingar sem snerta bæði heimili og fyrirtæki í landinu. Í flestum tilfellum er um að ræða verðlagsuppfærslur, almennt minni en samsvarar verðbólgu liðins árs, segir í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Barnabótakerfið verður styrkt með auknum stuðningi við barnafjölskyldur og frá 1. janúar 2025 verða barnabætur einnig fyrirframgreiddar á fæðingarári […]