Eyjamenn segja nei við niðurskurði

Um 1.500 manns mótmæltu fyrirhuguðum niðurskurði ríkisstjórnarinnar á rekstri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja á Stakkagerðistúninu síðdegist í dag. Hljóðið var þungt í fundarmönnum en þrír tóku til máls, Eygló Harðardóttir, þingmaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari og Elliði Vignisson, bæjarstjóri. Fundarmenn klöppuðu vel og innilega fyrir ræðumönnum sem voru afar harðorðir. Fundinum lauk svo við Heilbrigðisstofnunina þar sem […]

�??Toppsætið er í boði�??

„Toppsætið er í boði“ er dæmigerð lýsing á sumri ÍBV 2010. Þessi fögru orð komu oft úr munni TG9 á fundum liðsins. Undirbúningstímabilið gekk ekkert svakalega vel hjá okkur peyjunum, við unnum ekki eitt úrvalsdeildarlið allan veturinn. Við fengum nokkrar sendingar að sunnan eða utan úr heimi. (meira…)

Tonny segist vera betri en leikmaður Inter

Tonny Mawejje, leikmaður ÍBV og landsliðsmaður Úganda, fullyrðir að hann sé mun betri leikmaður en Kenýumaðurinn MacDonald Mariga sem leikur með þreföldum meisturum Inter á Ítalíu. Landslið Úganda og Kenýa mætast í dag í undankeppni Afríkukeppninnar sem fram fer á næsta ári. (meira…)

ÍBV mætir ÍR í fyrstu umferð

Í hádeginu í dag var dregið í 32ja liða úrslitum bikarkeppni HSÍ, Eimskipsbikarnum. ÍBV teflir fram tveimur liðum í bikarkeppninni, ÍBV og ÍBV2 en gæði lið fengu heimaleik í fyrstu umferðinni. ÍBV tekur á móti ÍR en bæði lið spila í 1. deild og má búast við hörkurimmu þeirra á milli. ÍBV2 tekur hins vegar […]

Mótmælafundur á Stakkó kl. 16.30

Niðurskurðarfyrirætlanir ríkisstjórnarinnar hafa farið illa í fólk á landsbyggðinni. Greinilegt er að verið er að gera skipulagsbreytingar á heilbrigðiskerfinu. Á landsbyggðinni á að hafa heilsugæslu og síðan nauðsynlegustu reddingar á fólki, áður það verður sent á stóru sjúkrahúsin í Reykjavík. Með þessari breytingu er verið að skerða öryggi landsbyggðarfólks og skerða lífsgæði fólks. Þar að […]

Góð stemmning hjá Obbó-Sí í gær

Síðasta vetur hélt hljómsveitin Obbó-Sí mánaðarlega tónleika á Kaffi Kró við smábátahöfnina. Tónleikarnir voru fyrsta fimmtudag hvers mánaðar en þráðurinn var tekinn upp að nýju í gær og munu tónleikarnir verða mánaðarlega sem fyrr. Textum laganna er varpað upp á skjá á tónleikunum og þannig gestir tónleikanna eigi auðveldara með að taka undir. (meira…)

Til dýpkunar eftir helgi

Viðgerð á dýpkunarskipinu Perlu hefur tafist um einn dag í viðbót. Búist er við að skipið geti hafið dýpkun í Landeyjahöfn á mánudag, ef veður leyfir. Perla hefur verið í þurrkví í Hafnarfirði vegna viðgerðar á skrúfubúnaði skipsins sem skemmdist þegar það var við dýpkun í Landeyjahöfn. Búist var við að skipið gæti hafið störf […]

Dregur úr þjónustu, öryggi minnkar og kostnaður eykst

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga mótmælir harðlega fyrirhuguðum niðurskurði á framlögum til heilbrigðisstofnana á Suðurlandi. Niðurskurðurinn nemur um 16, 1% hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands , 23,8% hjá Heibrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum og 16 % hjá Heilbrigðisstofnun Suðausturlands. (meira…)

Mótmælafundur á morgun, föstudag

Vegna umræðu um mótmælafundi víðsvegar um landið í dag, er rétt að ítreka það að mótmælafundur í Vestmannaeyjum verður á morgun, föstudag klukkan 16:30. Fundurinn hefst á Stakkó en mótmæla á aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar og tillöbum um niðurskurð ríkisins á fjárframlögum til rekstrar Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. (meira…)

Spurning um heima­leiki ÍBV árið 2012

„Ef ekki verður byggð stúka við Hásteinsvöll sem uppfyllir kröfur knattspyrnuráðs á næsta ári mun meistaraflokkur ÍBV ekki spila sína heimaleiki í Vestmannaeyjum sumarið 2012,“ sagði Páll Scheving, bæjarfulltrúi og formaður þjóðhátíðarnefndar ÍBV, á lokahófi knattspyrnunnar á laug­ardagskvöldið. „Við höfum verið á undanþágu frá árinu 2003 en nú er komið að því að ekki verður […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.