Heimir Hallgríms besti þjálfarinn

Heimir Hallgrímsson, þjálfari knattspyrnuliðs ÍBV er besti þjálfari Pepsí-deildarinnar að mati leikmanna. Þetta kemur fram í könnun sem Fótbolti.net gerði meðal leikmanna deildarinnar dagana 6.-12. september. Heimir hlaut 33% atkvæða en annar varð Ólafur Kristjánsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks en hann fékk 27% atkvæða og voru þeir tveir í nokkrum sérflokki. (meira…)
Landeyjahöfn verði alltaf til vandræða

Ástæðan fyrir því að Landeyjahöfn fyllist sífellt af sandi er öldusveigjan umhverfis Vestmannaeyjar en ekki gosið í Eyjafjallajökli eða óeðlilegar aðstæður í náttúrunni, segir í grein Páls Imslands jarðfræðings í Morgunblaðinu í dag. Suðlægar áttir valdi öldu sem beri sand úr austri og vestri og safni honum fyrir í skjóli af eyjunum. Eðlilegt sé að […]
Jórunn inn á þing á morgun

Jórunn Einarsdóttir, varaþingmaður, bæjarfulltrúi og kennari tekur sæti á Alþingi á morgun, föstudag þegar haustþing verður sett. Jórunn hefur ekki áður sest inn á þing en hún tekur sæti Atla Gíslasonar, fjórða þingmann Suðurkjördæmis og eina þingmanns Vinstri-Grænna í kjördæminu. Atli hefur verið mikið í umræðunni undanfarið enda formaður þingmannanefndar sem fór yfir störf ráðherra […]
Vetrarstarfið að hefjast hjá Frjálslyndum í Eyjum

Bæjarmálafélag Frjálslynda flokksins í Vestmannaeyjum byrjar vetrarstarfið nk. laugardag með fundi. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í starfinu eða gefa kost á sér í stjórn bæjarmálafélagsins eru beðnir að hafa samband í síma 869-3499 eða 698-1957. (meira…)
Leita að öflugra dæluskipi

Ögmundur Jónasson, samgönguráðherra og sveitarstjórnarráðherra, lagði fram tillögu í ríkisstjórn á mánudaginn um að fjárveitingar verði auknar til að hægt verði að halda Landeyjahöfn opinni í vetur. Samkvæmt upplýsingum í ráðuneytinu var málið ekki klárað á fundinum en það mun þó ekki tefja fyrir aðgerðum í Landeyjahöfn. Eru Siglingastofnun og Vegagerðin að leita að öflugra […]
Eyverjar harma ákæru gegn Geir H. Haarde

Eyverjar, félag ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, harma að 33 alþingismenn hafi í gær ákveðið að draga Geir H. Haarde fyrir landsdóm vegna meintra brota gegn ráðherraábyrgð. Geir er gefið að sök að hafa sýnt af sér glæpsamlega vanrækslu fyrir að hafa ekki gripið til einhverra óskilgreindra aðgerða sem koma hefðu átt í veg fyrir hrun […]
Laddi og félagar á leið til Eyja

Laugardagskvöldið 6. nóvember mun hláturinn ráða ríkjum í Eyjum en þá mætir á svæðið landslið grínara til að skemmta okkur Eyjamönnum. Þarna eru allir vinsælustu grínistar landsins og lofa þeir frábærri skemmtun. Þetta er í annað sinn sem Björgvin Rúnars setur svona kvöld upp en í fyrra var fullt út úr dyrum í Höllinni og […]
Hvernig greiddu þingmenn Suðurkjördæmis atkvæði?

Eins og flestum ætti að vera kunnugt um fór fram í gær atkvæðagreiðsla á Alþingi hvort sækja ætti fjóra ráðherra til saka fyrir Landsdómi. Geir H. Haarde var sá eini sem ákveðið var að kæra en fjórir af tíu þingmönnum Suðurkjördæmis vildu kæra alla fjóra ráðherrana. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vildu ekki kæra neinn af ráðherrunum. Af […]
Albert Sævarsson býst við að taka eitt tímabil í viðbót

Albert Sævarsson, markvörður ÍBV, býst við að leika áfram með Eyjamönnum næsta sumar. „Ég býst við að halda áfram. Ég ætla að fá skrokkinn í lag og sjá svo til, sagði Albert en hann hefur verið að glíma við meiðsli. „Ég er búinn að vera handónýtur í allt sumar. Ég fór í liðþófaaðgerð og er […]
Leita verður allra leiða til að opna Landeyjahöfn sem fyrst

Bæjarráð Vestmannaeyja kom saman í hádeginu en eina fundarefnið var lokun Landeyjahafnar. Bæjarráð vill að allra leiða verði leitað við að opna Landeyjahöfn aftur sem fyrst og minnir á að framkvæmdin var 600 milljón krónum ódýrari og því borð fyrir báru varðandi lokafrágang hafnarinnar. Þá vill bæjarráð að tafarlaust verði ráðist í að hanna og […]