Herjólfur komst í Landeyjahöfn

Herfjólfur kom til Landeyjahafnar í morgun klukkan 10:30 samkvæmt áætlun en vegna ónógs dýpis í höfninni hefur ferjan að undanförnu þurft að koma að landi í Þorlákshöfn. Dýpkunarskipið Perlan hefur dælt sandi úr höfninni til að dýpka höfnina nóg svo að Herjólfur geti siglt inn í hana . Í gærkvöldi sýndu mælingar að dýpið var […]

Siglt til Landeyjahafnar í fyrramálið

Herjólfur hefur siglingar að nýju til Landeyjahafnar í fyrramálið. Skipstjórinn ákvað það í dag, eftir að hafa skoðað niðurstöður mælinga í höfninni. Siglingastofnun gaf það út í dag að búið væri að dýpka innsiglingu og höfn það mikið að höfnin væri orðin fær fyrir Herjólf. Mælingabátur Siglingastofnunar er í höfninni. Skipstjórinn á Herjólfi ákvað eftir […]

Siglingastofnun gefur grænt ljós á Landeyjahöfn

Dýpi í hafnarmynni Landeyjahafnar er nú orðið nægjanlegt til að Herjólfur geti siglt inn í höfnina. Þetta er fullyrt á vef Siglingastofnunar og Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi staðfestir fréttina. Hún segir þó að það sé ekki stofnunarinnar að ákveða hvenær Herjólfir hefji siglingar að nýju, það sé í höndum rekstraraðila skipsins, Eimskip. Guðmundur Pedersen hjá […]

�?keypis á Byggðasafnið

Um helgina verður boðið upp á ókeypis aðgang að Byggðasafni Vestmannaeyja. Tilefnið er tvíþætt: Annars vegar markar helgin sumarlok og verður safnið því eftir helgina einungis opið að höfðu samráði við safnstjóra Byggðasafnsins, Jóhönnu Ýr Jónsdóttur eða eftir nánari auglýsingu. Hins vegar mun Pétur Ármannsson, arkitekt, flytja fyrirlestur í Byggðasafninu á sunnudaginn um Högnu Sigurðardóttur. […]

�??Djöfull fíla ég Vestmannaeyinga�??

Í fylgiriti Morgunblaðsins, Monitor er viðtal við Baltasar Kormák sem leikstýrir m.a. myndinni Djúpinu, sem var að hluta til tekin upp hér í Eyjum. Talið berst eðlilega að myndinni og veru þeirra í Eyjum og leikstjórinn er ekki í vandræðum með að lýsa Vestmannaeyjum og íbúunum hér. „Við erum nýbúin að klára tökur, en svo […]

Búið að opna kojur í Herjólfi

Nú er aftur hægt að komast í kojur um borð í Herjólfi á siglingaleiðinni Vestmannaeyjar-Þorlákshöfn en kojurnar verða ekki í boði þegar siglt er í Landeyjahöfn. Eftir að ófært varð í Landeyjahöfn hefur Herjólfur siglt til Þorlákshafnar en búið var að loka rýmunum þar sem kojurnar eru. Siglingastofnun gaf hins vegar út leyfi til að […]

Fleiri fái að nýta höfnina og ríkisstyrk á flug

Kristín Jóhannsdóttir, markaðsfulltrúi Vest­mannaeyjabæjar, hefur ásamt nokkrum ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum skrif­að samgönguráð­herra bréf þar sem hún leggur áherslu á að það vanti neyðaráætlun eða plan B sem virkar þegar samgönguleið Vest­manna­eyinga í Landeyjahöfn er lokuð Kristín kemur inn á ríkisstyrkt flug í bréfinu, ferðaþjónustubáta og Herjólf. (meira…)

Í samráði við stærstu kröfuhafa

Ekki hefur enn verið haldinn aðalfundur í Sparisjóði Vestmannaeyja fyrir árið 2009. Aðalfundir hafa til þessa verið haldnir fyrri part árs en stofnfjáreigendur fengu á dögunum bréf þess efnis að fundi hafi verið frestað um óákveðinn tíma. Áður hafði verið ákveðið að aðalfundur myndi fara fram í síðasta lagi í ágústmánuði sem leið. (meira…)

Albert Sævarsson skoraði sigurmarkið

Albert Sævarsson, markvörður ÍBV skoraði sigurmark Eyjamanna gegn Selfossi í kvöld þegar hann brá sér í hlutverk vítaskyttunnar. Alberti urðu ekki á nein mistök, skoraði af geysilegu öryggi og heldur voninni því lifandi um Íslandsmeistaratitilinn. Lokatölur á Selfossvelli urðu 0:2 en Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði fyrra markið. En það sem verra er, Breiðablik vann KR […]

Sigurður Grétar í U-15 landsliðinu í körfubolta

Sigurður Grétar Benónýsson, Eyjapeyji hefur verið valinn í 29 manna æfingahóp U-15 ára landsliðs Íslands í körfubolta. Hópurinn kemur til með að hittast reglulega í vetur til æfinga og mun hópurinn koma saman í fyrsta sinn um helgina. Sigurður Grétar hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína á körfuboltavellinum og í leikjum með yngri liðum […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.