Sigurður Grétar í U-15 landsliðinu í körfubolta

Sigurður Grétar Benónýsson, Eyjapeyji hefur verið valinn í 29 manna æfingahóp U-15 ára landsliðs Íslands í körfubolta. Hópurinn kemur til með að hittast reglulega í vetur til æfinga og mun hópurinn koma saman í fyrsta sinn um helgina. Sigurður Grétar hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína á körfuboltavellinum og í leikjum með yngri liðum […]

Leitað að dæluskipi sem getur starfað í meiri ölduhæð

Dæluskipið Perlan hóf dýpkun við Landeyjahöfn á laugardag eftir viku lokun í Landeyjahöfn. Ölduhæð var yfir einn metra á sunnudag, mánu­dag og þriðjudag, en skipið hóf á ný dýpkun við höfnina snemma á mið­vikudagsmorgun. Aðstæður til dæl­ingar voru ágætar og veðurspá gerir ráð fyrir fínu veðri um helgina. Ýmsar spurningar hafa vaknað í sambandi við […]

Suðurlandsskjálfti – Taka tvö

ÍBV leikur í dag gegn Selfyssingum í seinni suðurlandsskjálfta sumarsins en ÍBV hafði betur í viðureign liðanna í Eyjum, 3:0. Leikurinn er báðum liðum mjög mikilvægur, Selfyssingar heyja nú lífróður sinni í deildinni, eru neðstir og fer hver að verða síðastur að tryggja sæti sitt í deildinni. ÍBV er aftur á móti í bullandi baráttu […]

Eins og hver annar leikur

„Við þurfum að taka þrjú stig í þessum leik og treysta á að Blikarnir misstígi sig. Við þurfum að klára okkar, sagði Finnur Ólafsson miðjumaður ÍBV en liðið mætir Selfyssingum í Pepsi-deildinni klukkan 17:15 í dag. „Ég sá ekki FH-Selfoss en ég er búinn að heyra að Selfyssingarnir voru ef eitthvað er betri þannig að […]

Hermann vill vera kyrr en viðræður ganga hægt

Hermann Hreiðarsson í viðræðum við Portsmouth um nýjan samning. Sú staða hefur verið í nokkuð langan tíma án þess að gengið hafi verið frá neinu. Hermann segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að hann vilji helst vera áfram og taka þátt í að rífa félagið upp á ný.Morgunblaðið spurði Ólaf Garðarsson umboðsmann, sem sér […]

Kærður fyrir tuttugu kynferðisbrot á löngu árabili

Nítján konur lögðu fram kærur gegn hálfáttræðum karlmanni fyrir kynferðisbrot, eftir að rannsókn hófst á meintu kynferðisbroti hans gegn fimm ára stúlkubarni í Vestmannaeyjum í fyrra. Konurnar nítján kærðu manninn fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn sér þegar þær voru ungar en málin reyndust öll vera fyrnd. Héraðsdómur Suðurlands sýknaði manninn í máli litlu stúlkunnar […]

Elliði gestur á fyrsta laugardagsfundinum

Hinir sívinsælu laugardagsfundir Sjálfstæðisflokksins hefjast á ný núna á laugardaginn. Það má segja að fundirnir hafi slegið í gegn en þeir voru allan síðasta vetur. Mjög vönduð dagskrá er framundan í vetur og fyrsti gesturinn verður bæjarstjóri Vestmannaeyja, Elliði Vignisson. Fundurinn hefst klukkan 11:00 í Ásgarði og að vanda er kaffi og með því. Við […]

3.000 rúmmetrum dælt úr höfninni

Um 3.000 rúmmetrum af sandi hefur verið dælt úr mynni Landeyjahafnar í dag. Stýrimaður dæluskipsins býst við að það taki þrjá til fjóra daga að opna höfnina fyrir Herjólf. Dýpkunarskipið Perla þurfti að hætta dýpkun í Landeyjahöfn á laugardaginn vegna veðurs og ölduhæðar. Eftir þriggja daga bið í Vestmannaeyjum sigldi áhöfnin á Perlu frá Eyjum […]

Ekki flugvallar­þjónusta í vetur

Eftir 1. október verður ekki flugvallarþjónusta á Bakkaflugveli, en öllum frjálst að lenda á vell­inum en menn gera það á eigin ábyrgð. „Þetta er tímabundin ráðstöfun og verður endurskoðuð með vorinu,“ sagði Ingibergur Einarsson, rekstrarstjóri Vest­mannaeyja- og Bakkaflugvallar. Flugfélagið Ernir tók við rekstri á flugleiðinni milli Reykjavíkur og Vestmanneyja í byrjun ágúst en þá hætti […]

Unnið að því að fá kojur í gagnið aftur

„Við erum með umsókn hjá Sigl­ingastofnun um nýtt haffærisskír­teini fyrir Herjólf og byggir á því að við getum opnað klefana aftur,“ sagði Guðmundur Pedersen hjá Eimskip þegar hann var spurður út í klefa­mál um borð í Herjólfi. Mikil óánægja er meðal farþega sem ferð­ast með skipinu til Þorlákshafnar. Guðmundur vísar því alfarið á bug að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.