Stormi spáð sunnanlands og varað við vindhviðum

Veðurstofa Íslands varar við stormi á sunnanverðu landinu í dag. Spáð er vaxandi norðanátt, 13 til 20 m/s með morgninum en sumstaðar 20 til 23 sunnantil síðdegis. Í nótt dregur svo úr vindi og á morgun er spáð 8 til 15 m/s. Næstu daga er svo spáð hægviðri í Vestmannaeyjum. (meira…)

Gunnar, Helga og Gústi verja heiður Eyjanna

Spurningaþátturinn vinsæli Útsvar hefst að nýju næstkomandi föstudag, 17. september en þátturinn er í beinni útsendingu á Ríkissjónvarpinu. Búið er að skipa lið Vestmannaeyja en það skipa þau Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum, Helga Tryggvadóttir, námsráðgjafi og Ágúst Örn Gíslason, sem gerðist svo frægur að vera í liði FÍV sem náði alla leið í […]

Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni

Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið en hins vegar ekki nein alvarleg mál sem komu upp. Frekar rólegt var í kringum skemmtistaði bæjarins og á þeim stöðum þar sem fólk kom saman. Eitthvað var um ágreining á milli aðila án teljandi vandræða. Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni sem […]

�??Ekki séns að við gefumst upp�??

„Þetta var ekki það sem við ræddum um fyrir leikinn, að fá á okkur tvö mörk á fyrstu fimm mínútunum. En við náðum samt að koma til baka og vinna okkur inn í leikinn en því miður héldum við ekki út,“ sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður ÍBV eftir 2:4 tap fyrir KR í gærkvöldi.“ (meira…)

Frjálslyndir vill óháða úttekt á samgöngumálum Eyjamanna

Miðstjórn Frjálslynda flokksins sendi frá sér ályktun um helgina þar sem kemur fram að flokkurinn harmi að samgöngur við Vestmannaeyjar skuli nú vera ú uppnámi eftir dýra hafnargerð, byggða á útreikningum Siglingastofnunar. „Miðstjórn Frjálslynda flokksins telur skynsamlegt að fá aðra aðila en Siglingamálastofnun til að endurmeta hvernig tryggja eigi traustar samgöngur við Vestmanneyjar, hvort sem […]

Eyjamenn stofna Kiwanis­klúbb í höfuðborginni

Kiwanisklúbburinn Helgafell í Vestmannaeyjum hefur í gegnum tíðina staðið myndarlega við bakið á hinum ýmsu stofnunum hér í bæ og auk þess hafa margir einstaklingar notið góðs af starfi klúbbsins. Helgafell er í dag stærsti Kiwanisklúbbur Evrópu og stækkar enn, því nú stendur til að stofna svokallaðann græðlinga­klúbb í Reykjavík. Sá klúbbur er þá dótturklúbbur […]

Gunnar Heiðar skoraði fyrir Fredrikstad í fyrsta leik

Gunnar Heiðar Þorvaldsson var ekki lengi að stimpla sig inn hjá norska félaginu Fredrikstad en hann skoraði í sínum fyrsta leik í gær. Gunnar Heiðar skoraði fyrra mark Fredrikstad þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Nybergsund í norsku fyrstu deildinni. Hann skoraði á sjöttu mínútu leiksins en Både Roger Risholt skoraði hitt mark Fredrikstad í […]

Neyðumst til að treysta á KR

Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV var að vonum svekktur í leikslok. „Það var hrikalegt að klúðra víti og fá svo á okkur víti í staðinn. Það dró úr okkur en svo skoruðu KR-ingar glæsilegt mark og þá var þetta bara búið. En við héldum alltaf áfram en þetta var orðið erfitt í stöðunni 2:4. Við byrjuðum […]

Annað tap ÍBV í röð á heimavelli

KR-ingar höfðu betur í toppslag Pepsídeildarinnar 2:4 á Hásteinsvellinum í sannkölluðum toppslag. Eyjamenn voru algjörlega sofandi í upphafi leiks og fengu á sig tvö mörk á fyrstu fimm mínútum leiksins og KR-ingar voru mun betri það sem eftir lifði hálfleiksins. M.a. tókst þeim tvívegis að koma boltanum í netið en í bæði skiptin voru mörkin […]

Áfram siglt til �?orlákshafnar

Herjólfur heldur áfram að sigla til Þorlákshafnar næstu daga en í fréttatilkynningu frá Eimskip, sem rekur skipið, kemur fram að mun lengri tíma mun taka að dýpka hafnarmynni Landeyjahafnar að nýju. Dýpkunarskipið Perlan komst í gær að dæla sandi í burtu en þurfti frá að hverfa þegar leið að kvöldi. Skipið hefur ekki getað athafnað […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.