Reyna áfram að dýpka í dag

Sanddæluskipið Perlan, sem er við dýpkun við Landeyjarhöfn, neyddist til að hætta dælingu í gærkvöldi vegna veðurs. Skipið ætlar að reyna að halda áfram dýpkun í dag, en óvíst er hvort það er hægt vegna veðurs. Nokkra daga mun taka að dýpka höfnina. (meira…)

Aflaverðmæti í Eyjum minnkar um 700 – 800 milljónir

Eins og getið var um í síðustu Fréttum hófst nýtt kvótaár miðvikudaginn 1. september sl. Þeir útgerðarmenn, sem blaðið ræddi við, daginn áður en nýja ­kvótaárið hófst, voru heldur óhressir með þann seinagang að þeir skyldu ekki vera búnir að fá í hendur sína úthlutun. En nú liggja hlutirnir fyrir. Eins og greint var frá […]

Stórleikurinn er í dag

Stórleikur 19. umferðar Pepsídeildar karla fer fram í Vestmannaeyjum í dag klukkan 17:30 þegar ÍBV tekur á mót KR. ÍBV er í efsta sæti með 36 stig en KR er í því fjórða með 31 stig og dugir ekkert nema sigur til að halda draumnum um Íslandsmeistaratitil lifandi. Enda hafa KR-ingar notað öll trixin í […]

�??Mun verra en við bjuggumst við�??

„Þetta er mun verra en við bjuggumst við,“ segir Óttar Jónsson, skipstjóri á dýpkunarskipinu Perlunni, sem er að dæla sandi úr botninum framan við Landeyjarhöfn. Hann segist allt eins eiga von á að skipið verði 4-5 daga að dýpka áður en Herjólfur getur farið að sigla inn í höfnina. Mælingamenn frá Siglingastofnun voru við mælingar […]

Samgöngur

Æðruleysisbænin er einhver mesta og besta speki sem ég þekki. Hún hljómar svona: Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt. Kjark til að breyta því sem ég get breytt. Og vit til að greina þar á milli. Hún á við svo margt í mínu starfi og lífi. […]

Nú gerum við allt vitlaust á Hásteinsvelli

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að Topplið ÍBV tekur á móti KR á sunnudaginn kl. 17:30. ÍBV hefur spilað tvívegis við KR í sumar og tapað báðum leikjunum 1-0. Væntanlega situr leikurinn í Frostaskjóli eitthvað í mönnum og höfum við harm að hefna síðan þá. Leikir liðana hafa yfirleitt verið mjög spennandi og […]

Landeyjahöfn aðalhöfn

Eins og fram hefur komið í fréttum undanfarna daga hefur gosefni úr Eyjafjallajökli safnast fyrir utan við mynni Landeyjahafnar með þeim afleiðingum að á fjöru lenti Herjólfur í erfiðleikum í innsiglingu hafnarinnar. Þessa dagana siglir því skipið milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Dýpkunarskipið Perlan lagði nú fyrir hádegi af stað til Landeyjahafnar og hefur vinnu við […]

Náttúran mun taka Landeyjahöfn í sátt

Ófært hefur verið í Landeyjahöfn alla þessa viku en haft sem þar hefur myndast, lokar hafnarmynninu þannig að of grunnt er fyrir Herjólf. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta var m.a. skoðað að loka Landeyjahöfn í vetur en Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður hjá Siglingastofnun telur enga ástæðu til þess. (meira…)

Dæluskipið Perlan leggur af stað til Eyja um eða eftir hádegi

Nú bíða Eyjamenn spenntir eftir dæluskipinu Perlunni sem hefur fengið það verkefni að opna Landeyjahöfn að nýju. Haft sem hefur myndast við hafnarmynnið lokar höfninni þannig að nú siglir Herjólfur á ný til Þorlákshafnar. Perlan er þó háð ölduhæð þegar kemur að því að dæla sandinum upp því ölduhæð má ekki vera yfir einum metra. […]

Upplýsingarit Eyverja á leiðinni heim til þín

Upplýsingarit Eyverja um Vestmannaeyjar 2010 – 2011 er komin út og mun berast í hús Eyjamanna á allra næstu dögum. Það eru vaskir stúdentar FÍV sem hafa boðið fram aðstoð sína við útburð og munu sjá til þess að skráin berist til ykkar. Ef þér hefur ekki borist skrá á sunnudaginn ekki hika við að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.