Landeyjahöfn aðalhöfn
10. september, 2010
Eins og fram hefur komið í fréttum undanfarna daga hefur gosefni úr Eyjafjallajökli safnast fyrir utan við mynni Landeyjahafnar með þeim afleiðingum að á fjöru lenti Herjólfur í erfiðleikum í innsiglingu hafnarinnar. Þessa dagana siglir því skipið milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Dýpkunarskipið Perlan lagði nú fyrir hádegi af stað til Landeyjahafnar og hefur vinnu við dýpkun innsiglingarinnar um leið og það kemur á staðinn eða um miðnætti í kvöld.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst