Dæluskipið Perlan leggur af stað til Eyja um eða eftir hádegi

Nú bíða Eyjamenn spenntir eftir dæluskipinu Perlunni sem hefur fengið það verkefni að opna Landeyjahöfn að nýju. Haft sem hefur myndast við hafnarmynnið lokar höfninni þannig að nú siglir Herjólfur á ný til Þorlákshafnar. Perlan er þó háð ölduhæð þegar kemur að því að dæla sandinum upp því ölduhæð má ekki vera yfir einum metra. […]

Upplýsingarit Eyverja á leiðinni heim til þín

Upplýsingarit Eyverja um Vestmannaeyjar 2010 – 2011 er komin út og mun berast í hús Eyjamanna á allra næstu dögum. Það eru vaskir stúdentar FÍV sem hafa boðið fram aðstoð sína við útburð og munu sjá til þess að skráin berist til ykkar. Ef þér hefur ekki borist skrá á sunnudaginn ekki hika við að […]

Sálfræðihernaður KR-inga hafinn fyrir stórleikinn

KR-ingar eru byrjaði að hita upp fyrir stórleikinn gegn ÍBV í Eyjum á sunnudaginn. Á heimasíðu þeirra er athyglisverð grein þar sem fjallað er um dómara leiksins, Erlend Eiríksson. „Við treystum Erlendi ekki, svo það sé á hreinu,“ segja KR-ingar og setja þar með mikla pressu á dómarann fyrir leikinn mikilvæga. Ekkert nema sigur getur […]

Áskorun á bæjarstjórann í Vestmannaeyjum

Það er svolítið skrítið að horfa á alla umræðuna í fjölmiðlum þessa dagana varðandi vandræðaganginn í Landeyjarhöfn og furðulegar yfirlýsingar sumra þeirra sem komið hafa að málinu, m.a. það að þetta sé allt gosinu að kenna, en eins og flestir Eyjamenn vita sem fylgjast með mínum skrifum, þá hef ég frá upphafi sett fram ýmsar […]

Tré ársins fær viður­kenningu á morgun

Skógræktarfélag Íslands hefur valið álm við Heiðarveg 35 sem tré ársins 2010. Íbúum hússins veður veitt viðurkenning við hátíðlega athöfn og lúðraþyt á morgun, föstudag, klukkan 16.00. Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands flytur ávarp og tréð veður mælt í bak og fyrir og skráð á spjöld sögunnar. (meira…)

Til �?orlákshafnar fram í næstu viku

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar fram í næstu viku, segir framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Bæjarstjóri Vestmannaeyja vill að hugað verði að nýju skipi vegna siglinga í Landeyjahöfn. Veður og dýpi í Landeyjahöfn hafa komið í veg fyrir siglingar Herjólfs þangað í fjóra daga. Ekki hefur heldur verið hægt að sigla dýpkunarskipi í nýju höfnina. Bilanir í dýpkunarskipinu […]

Ekki er ein báran stök

Að mati Siglingastofnunar verður ekki hægt að opna Landeyjahöfn næstu daga vegna gosefnanna sem borist hafa með þrálátri austanátt í mynni nýju hafnarinnar. Svo óheppilega vill til að bilanir hafa tafið dæluskip sem liggur í höfn í Reykjavík en ráðgert er að það sigli í Landeyjahöfn á föstudag. (meira…)

Tvær ferðir í dag til �?orlákshafnar

Herjólfur siglir nú sína aðra ferð til Þorlákshafnar en skipið fór frá Eyjum klukkan 7:30 og fer frá Þorlákshöfn klukkan 11:15. Í ljósi þess að ekki verður hægt að nota Landeyjahöfn fyrr en dæluskip hefur opnað rás í rifið sem er í hafnarmynninu, mun Herjólfur sigla tvær ferðir á dag, næstu daga til Þorlákshafnar. Síðari […]

Fengu helmingi hærra verð

Áhöfnin á uppsjávarveiðiskipinu Faxa RE 9 heldur úti heimasíðu, faxire9.is, rétt eins og margar aðrar áhafnir fiskiskipa, og má þar sjá fréttir af veiðum, afla og öðru sem er að gerast um borð. Á nýlegri færslu hjá þeim Faxamönnum er fyrst minnst á makrílveiðarnar en síðan sagt frá því að þeir hafi farið inn á […]

Loftbrú milli lands og Eyja

Flugfélagið Ernir hefur síðustu daga haft í nógu að snúast við að koma fólki til og frá Eyjum. Samkvæmt áætlun eru tvær ferðir á dag alla daga vikunnar en til að bregðast við mikilli eftirspurn síðustu daga hefur félagið sett upp eina til tvær aukaferðir á dag. Á morgun fimmtudag verður aukaflug frá Reykjavík til […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.