Gosefnið er aðalvandamálið

Fréttir höfðu á þriðjudag samband við Siglingastofnun til að fá upplýsingar um ástandið í Land­eyjahöfn og til hvaða úrræða er hugað að grípa til að bæta úr þeim vandræðum sem verið hafa í siglingum Herjólfs þangað undanfarna daga. (meira…)

Herjólfur fer aðra ferð til �?orlákshafnar á morgun

Nú hefur verið ákveðið að Herjólfur sigli aðra ferð til Þorlákshafnar á morgun. Farið verður frá Vestmannaeyjum klukkan 7:30 og frá Þorlákshöfn klukkan 11:15. Siglt verður samkvæmt áætlun til Landeyjahafnar síðdegis ef veður leyfir. Herjólfur fór í morgun eina ferð til Þorlákshafnar og flutti fólk og vörur til Eyja, m.a. mjólk sem hefur ekki verið […]

Ekki siglt í Landeyjahöfn í dag

Herjólfur siglir ekki til Landeyjahafnar í dag en þetta er þriðji dagurinn í röð sem ekki er hægt að sigla til hafnarinnar nýju. Skipið sigldi í morgun til Þorlákshafnar til að flytja bæði fólk og vörur til Eyja en verulega er farið að vanta nauðsynjavörur í Eyjum. Fyrirhugað var svo að fylgja ferðinni til Þorlákshafnar […]

Lóðsinn sat fastur í Landeyjahöfn

Nú er Herjólfur á leið til Eyja en skipið sigldi til Þorlákshafnar í morgun. Áætlað er að Herjólfur verði kominn til Eyja upp úr eitt en tæplega hundrað farþegar eru um borð. Áætlað var að Herjólfur myndi sigla síðdegis upp í Landeyjahöfn en Hallgrímur Hauksson, stýrimaður um borð telur litlar líkur á því. „Lóðsinn var […]

Herjólfur siglir á ný til �?orlákshafnar

Áætlað er að Herjólfur sigli á ný til sinnar gömlu hafnar í Þorlákshöfn í fyrramálið. Ferjan leggur af stað klukkan sex og fer síðan til baka til Eyja klukkan tíu. Síðar á morgun er ráðgert að miðað verði við bráðabirðgaáætlun sem gengur út frá að við að hægt verði að sigla til Landeyjahafnar en það […]

Herjólfur siglir ekki í dag

Herjólfur siglir ekki milli lands og Eyja í dag, annan daginn í röð en ferðir skipsins hafa verið stopular síðan á föstudag. Eins og áður hefur komið fram er farið að bera á vöruskorti í Eyjum, m.a. er enga mjólk að fá í Vestmannaeyjum. Flugfélagi Ernir heldur þó uppi áætlunarflugi milli lands og Eyja og […]

Reynt að koma til móts við farþega Herjólfs

Í fréttatilkynningu frá Sterna, sem sér um rútuferðir til og frá Landeyjahöfn, kemur fram að reynt verði að koma til móts við farþega Herjólfs í breyttri áætlun. Á morgun, miðvikudaginn 8. september verður rúta í Landeyjahöfn þegar Herjólfur fer í sína fyrstu ferð en ekki verður farið frá Hvolsvelli fyrr en klukkan 9:00 samkvæmt áætlun. […]

Aukaferð hjá Flugfélaginu Erni

Aukaferð verður í dag hjá Flugfélaginu Erni. Ferðinni er bætt við reglubundna áætlun félagsins til Eyja vegna mikillar eftirspurnar og verður brottför úr Reykjavík klukkan 15:00 og 15:40 úr Eyjum. Vegna þessarar ferðar gætu í kjölfarið losnað sæti í síðdegisferðinni sem fer frá Reykjavík 16:30 og frá Eyjum klukkan 17:15. (meira…)

Herjólfur fer ekki 15:30

Enn er ekki fært með Herjólfi upp í Landeyjahöfn en skipið hefur ekki enn farið ferð í dag. Herjólfur fór ekki heldur í gær og er nú farið að bera á vöruskorti, m.a. var sagt frá því á vef Ríkisútvarpsins að mjólkurlaust væri í Vestmannaeyjum. Áætlað var að skipið myndi sigla 15:30 en nú hefur […]

Fyrsta ferð felld niður

Fyrstu ferð Herjólfs í dag, þriðjudaginn 7. september féll niður vegna veðurs. Á Stórhöfða voru 22 metrar á sekúndu klukkan 7:00 í morgun en ölduhæð við Landeyjahöfn var 3,0 metrar á sama tíma. Næsta ferð skipsins er áætluð frá Vestmannaeyjum klukkan 14:30 og frá Landeyjahöfn klukkan 16:00. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.