Leggur til 10 þúsund tonnum meira á næsta fiskveiðiári

Hafrannsóknastofnunin leggur til að heimilt verði að veiða 160 þúsund tonn af þorski á næsta fiskveiðiári. Þetta er 10 þúsundum tonna meira en stofnunin lagði til fyrir réttu ári. Stofnunin metur stærð þorskstofnsins nú 850 þúsund tonn. (meira…)

�?kuníðingur í vondum málum

Bílstjóri ók á 120 km. hraða eftir þjóðveginum til Selfoss. �?að er nokkuð yfir leyfilegum hámarkshraða. Lögreglan varð þessa ökuníðings var, og eltir hann. �?kuníðingurinn sér að lögreglan er á eftir og sér og eykur því hraðann. En lögreglan eykur líka hraðann og nær honum rétt austan Selfoss. �?kuníðingurinn gefst því upp. (meira…)

Glæsileg dagskrá Sjómannadagshelgarinnar hafin

Glæsileg dagskrá Sjómannadagshelgarinnar hófst nú rétt áðan með knattspyrnumóti áhafna á Þórsvelli. Eftir það rekur hver dagskrárliðurinn annann þangað til um miðnætti á sunnudag að dagskráin er tæmd. Þá eru nokkur atriði aukalega sem eru ekki á dagskránni, eins og rokktónleikar í Höllinni í kvöld en dagskrá Sjómannadagshelgarinnar má lesa hér að neðan. (meira…)

Rútuferðir til Grindavíkur á sunnudag

Vegna mikillar eftirspurnar og gríðarlegrar stemmningar ætlar stórsveitin Stallahú, í samstarfi við stjórn ÍBV að vera með rútuferðir til Grindavíkur frá Smáralindinni á sunnudag. Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur í Grindavík og er búist við mikilli stemmningu á vellinum og því ætla Eyjamenn að vara kallinu og mæta vel gallaðir, hvítir og glaðir til Grindavíkur. Þetta […]

Leiðrétting frá Höllinni

Rekstaraðillar Hallarinnar ákváðu fyrir skemmstu að breyta opnunartímanum í Höllinni frá og með 1. maí 2010 og standa böllin nú frá frá 23:30 til 03 en ekki 04 eins verið hefur undanfarin ár. Einnig ákváðu Hallarmenn í framhaldi af því að lækka miðaverð í forsölu hjá sér niður í 1500 kr (1000 kr afsl)en verðið […]

Hlupu Gautaborgarmaraþonið

„Við fórum út 22. maí og tókum þátt í Gautaborgarhlaupinu sem er árlegt hlaup,“ sagði Magnús Bragason en hann og Adda Sigurðar­dóttir, kona hans, hlupu bæði hálfmaraþon í hálfgerðri karnival­stemm­ingu. „Í ár var slegið met því 58 þúsund manns voru skráðir til keppni en hlaupið er talið vera fjölmennasta hálfmaraþonhlaup í heimi. Það var sól […]

Krútt tónlist og brassað rokk

Unnar Gísli Sigurmundsson, með hljómsveitina Júníus Meyvant og hljómsveitin Mukkaló verða með tónleika í Landakirkju klukkan fimm á laugardaginn. Með þeim koma fram blásarar úr Stórsveit Tónlistarskólans þannig að úr verður ein allsherjar stórsveit. Unnar Gísli fer fyrir JM á gítar og söng og lofar hann flottum tónleikum. „Við ætlum að bjóða upp á frumsamið […]

Fyrsta sýningin frá árinu 1996

Sigurfinnur Sigurfinnsson, listmálari og kennari, verður með sýningu á verkum sínum í Akóges um sjómannahelgina. Þar sýnir hann 47 myndir, allar málaðar í olíu á þessu og síðasta ári. Finnur er Eyjamönnum að góðu kunnur fyrir list sína en síðast sýndi hann á sama stað og tíma 1996. (meira…)

Ekki rétt farið með flugtíma sjúkravélar

Vegna fréttar um ræðu Árna Johnsen, þingmanns suðurkjördæmi á Alþingi á þriðjudag, hefur Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs, sem sinnir sjúkraflugi á Vestmannaeyjasvæðinu, sent vefnum athugasemd. Í henni kemur fram að tímasetningar varðandi sjúkraflugið í ræðu Árna eru ekki réttar en Árni sagði að hringt hefði verið eftir sjúkraflugvél tíu mínútur yfir tólf og að vélin […]

Opnar sýningu í Svölukoti

Steinunn Einarsdóttir, myndlistarmaður opnar sýningu klukkan átta á föstudagskvöldið í Svölukoti. Þar ætlar Steinunn að sýna um 60 mynd­ir, olíu- vatnslita-, akrílmyndir og teikningar. „Þetta eru bæði nýjar og gamlar myndir,“ sagði Steinunn sem hefur verið dugleg að sýna undanfarin ár. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.