Nýtum kosningaréttinn!

Góð kjörsókn á kosningadag skiptir ekki bara framboð gríðarlegu máli heldur bæjarfélagið í heild sinni. Því fleiri einstaklingar sem láta sig varða um velferð bæjarfélagsins og mæta á kjörstað því betra umboð hefur viðkomandi meirihluti til starfa. Þannig má segja að í raun sé mun meira að marka sannan vilja bæjarbúa fyrir stjórnsýslu ef fleiri […]
Hvað er lýðræði?

Þó íbúalýðræði sé ekki vel þekkt fyrirbæri hér á landi hefur það verið í mikilli þróun um áratugaskeið, einkum á Norðurlöndum og í N-Evrópu og teygir nú anga sína víða um heim. Umræðan hér á landi er hins vegar skammt á veg komin eins og meðal annars sést á aðsendri grein í nýjustu Fréttum. Þar […]
Fullorðnir ráða – skólaheimsókn til Danmerkur

Á dögunum heimsótti ég grunnskóla í Árósum. Skólinn heitir Katrinebjergskolen og telur rúmlega 600 nemendur. Skólinn hefur ákveðna sérstöðu í sveitarfélaginu enda 10 sérdeildarbekkir í skólanum ásamt sérstakri stuðningsdeild, nokkurs konar námsveri. Mér lék sérstök forvitni á að fræðast meira um starf sérdeildarbekkjanna og hvernig eiginlega stæði á því að í 600 barna skóla væru […]
Norðan og sunnan Strandvegs

Mikið af ævi minni hef ég alið manninn norðan Strandvegs og er ég svo sem ekki sá eini hér í eyjum sem það hefur gert. Maður byrjaði á bryggjunum að veiða, þvældist niður í Völund til pabba og kíkti á kallana, stal eins og svo margir aðrir peyjar slippbátnum og réri út í löngu. Fór […]
3-3-1 = 7-0

Já sæll. Þarf einhver að fara á taugum yfir því. Undangengið tímabil hafa nánast allar atkvæðagreiðslur í bæjarstjórn farið 7-0. V- listinn er tilbúinn til að starfa með hverjum sem er eftir kosningar og kannski væri það bara hið besta mál að vera með n.k. þjóðstjórn á bænum 7-0. Setjast yfir málin eins og gert […]
Hvert stefnum við í Herjólfsdal?

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að miklar framkvæmdir standa nú yfir í Herjólfsdal, þar sem ÍBV er að koma upp varanlegum mannvirkjum fyrir þjóðhátíð. Ekki skal gert lítið úr notagildi þessara mannvirkja og þau munu eflaust spara vinnu við undirbúning hátíðarinnar á hverju ári. Það sem hins vegar er ámælisvert er hvernig að […]
Unnu Fjölni 0:10

Kvennalið ÍBV í knattspyrnu gerði góða ferð í Grafarvoginn í gær þegar liðið sótti Fjölni heim í B-riðli 1. deildar kvenna. Lokatölur urðu 0:10 stórsigur hjá Eyjastúlkum, sem hafa farið mjög vel af stað í 1. deildinni en eftir tvo leiki er markatala liðsins 16:0 og fullt hús stiga. Staðan í hálfleik í leiknum gegn […]
�?að er leikur að læra

Aðeins með einu móti getur þú alið upp börnin þín: Með því að ala upp sjálfan þig… Hugsa því um uppeldi þinnar eigin sálar, þegar þú hugar að uppeldi barna þinna. (D.G. Monrad). Leikskóli er fyrsta skólastigið og þar fer fram mikilvægt mótunarskeið í lífi hvers barns. Það er ekki spurning hvort barnið mitt eigi […]
Stöndum vörð um sannleikann

Ekki er hægt að ætlast til þess nýjir frambjóðendur hafi djúpa og mikla þekkingu á flóknum fjárhags-málum sveitarfélagsins. Slík krafa væri ósanngjörn. Rekstur bæjarins er viðamikill og um hann gilda flóknar reglur um reiknisskil og fl. Þegar fjallað er um þessi mál er auðvelt að falla í þá gryfju að taka tölur upp úr ársreikningum […]
Ruddaleg aðför að kjósendum

Hér áður fyrr tíðkaðist sá ósiður við kosningar að fulltrúar stjórnmálaflokkanna fylgdust með því á kjörstað hverjir kæmu til að kjósa og hverjir ekki. Merkt var við og upplýsingar sendar um þetta á kosningaskrifstofur til upplýsinga. Eftir því sem tíminn leið þóttu þessi vinnubrögð vafasöm í meira lagi og því voru þau nánast lögð af. […]