Annar útisigurinn í röð

Eyjamenn unnu í dag annan útileik sinn í röð en liðið hefur nú fengið sjö stig úr fyrstu fjórum leikjum sínum, sem allir hafa verið leiknir á útivelli. ÍBV lagði Hauka að velli 0:3 í dag en liðin léku á Valsvellinum, þar sem Haukar leika sína heimaleiki. Þessi góða byrjun Eyjaliðsins á Íslandsmótinu hefur komið […]

Leggja mikið á sig til að komast upp á land

Upphaf knattspyrnutímabilsins hefur verið heldur óvenjulegt fyrir karlalið ÍBV. Eldgosið í Eyjafjallajökli gerði það að verkum að liðið dvaldi í viku á fastalandinu en strákarnir sneru heim eftir síðasta leik, enda búið að hreinsa ösku af völlum bæjarins. Í gær þurfti sá hluti hópsins sem kom heim, að snúa aftur upp á land til að […]

Einar Gauti og Aníta fengu Fréttabikarinn 2010

Vetrarlokahóf ÍBV-íþróttafélags fór fram síðastliðinn föstudag. Hápunktur lokahófsins er þegar handboltafólk veitir verðlaun fyrir veturinn hjá sér. Fréttabikarinn fyrir árið 2010 fengu þau Einar Gauti Ólafsson og Aníta Elíasdóttir en þau þykja bæði afar efnileg. Bestur hjá meistaraflokki karla var Sigurður Bragason en hjá meistaraflokki kvenna var það Guðbjörg Guðmannsdóttir. Yfirlit yfir alla verðlaunahafana má […]

Shellmótið verður í Eyjum

Það er alveg skýrt að Shellmótið verður úti í Eyjum á auglýstum dögum. Allur undirbúningur gengur samkvæmt áætlun og allt verður tilbúið þegar mótið hefst. Eðlilega eru miklar vangaveltur hvort Shellmótið verði haldið vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Það eru engar pælingar í gangi að færa þetta stóra mót upp á land, hvað svo sem á […]

Víst er fagur Vestmannaeyjabær

Nú er mikið líf í pólitík sveitarfélaga á Íslandi. Framundan eru sveitastjórnarkosningar um allt land, þann 29.maí næstkomandi. Mikið fjör og hasar fylgir kosningum líkt og þessum og er síðasta vikan oft sérstaklega fjörug og annasöm hjá frambjóðendum og almennum flokksmönnum framboðanna. (meira…)

Sundlaugin verður opin á hvítasunnudag

Ákveðið hefur verið að opna sundlaugina á morgun hvítasunnudag frá kl. 10-14. Sundlaugin var vígð í dag laugardag og mikið fjör á svæðinu. Við vonumst til þess að fólk nýti tækifærið á morgun og sóli sig í góða veðrinu á meðan börnin eru við leik. (meira…)

Sannfærandi sigur í fyrsta leik

Kvennalið ÍBV lagði í gær Sindra frá Hornafirði að velli 6:0 þegar liðin léku í 1. umferð 1. deildar kvenna. Staðan í hálfleik var 3:0 fyrir ÍBV en varnarmaðurinn Elísa Viðarsdóttir gerði tvö mörk fyrir ÍBV. Hin mörkin gerðu þær Sara Einarsdóttir, Kristín Erna Sigurlásdóttir og Lerato Kgasago en eitt marka ÍBV var sjálfsmark Sindra. […]

Sendum skýr skilaboð

Innan fárra daga göngum við til bæjarstjórnarkosninga þar sem við veljum okkur sjö fulltrúa til þess að sjá um mál okkar bæjarbúa næstu fjögur árin. Vonandi tekst okkur að velja þessa fulltrúa af bestu skynsemi og vonandi verða þeir traustsins verðir þegar upp er staðið og störf þeirra metin á komandi kjörtímabili. (meira…)

Sara Dögg valin eftirlæti þjóðarinnar

Í gærkvöldi fór fram keppnin um Ungfrú Ísland á skemmtistaðnum Broadway. Fjórar Eyjastúlkur tóku þátt í keppninni og óhætt að segja að þær hafi verið sínum heimabæ til sóma. Þetta voru þær Hlíf Hauksdóttir, Birgitta Ósk Valdimarsdóttir, Sara Dögg Guðjónsdóttir og Svava Kristín Grétarsdóttir. Sara Dögg fékk flest símaatkvæði og var því valin eftirlæti þjóðarinnar. […]

Aldraðir eiga betra skilið

Í góðri fjölskyldu er mikilvægt að tekið sé tillit til ungra sem aldinna. Virða þarf framlag hvers og eins og ganga ekki að neinum sem sjálfsögðum hlut. Aldraðir Eyjamenn eru ekki hlutir. Framlag þeirra við að byggja upp Eyjasamfélagið er ómetanlegt hvort sem litið er til fyrirtækjanna sem við vinnum hjá, veitukerfisins sem gefur okkur […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.