Ábyrgð í rekstri – Betri þjónusta

Menntun barna okkar er ein besta fjárfesting sveitarfélagsins, um það erum við sjálfstæðismenn sammála. Áhersla síðustu ára hefur verið á faglegt starf skólanna auk þess sem húsnæði hefur verið endurbætt á báðum skólastig­um. Nemendur Grunnskóla Vest­mannaeyja hafa náð góðum árangri á samræmdum prófum eins og sést glöggt á árangri 4. bekkjar en þar eru einkunnir […]

Með garðslönguna í hendinni

Síðasta föstudags­kvöld stóð ég með garðslönguna í hendinni og smúl­aði tröppurnar og pallinn. Þetta var nú meira djobbið og kannski ekki í síðasta skiptið sem ég þyrfti að gera þetta. Enda kom í ljós þegar ég fór í vinnu morguninn eftir að það hafði fennt ösku yfir myndarskapinn frá kvöldinu áður. Á leið til vinnu […]

Stórkostlegir tónleikar

Ég fór á stórkost­lega tónleika með hljómsveitinni Trí­kot og Lúðrasveit Vestmanneyja á laugardaginn. Eftir að hafa notið þess að hlusta á þau spila hverja perluna á fætur annari fór ég að velta fyrir mér hvernig í ósköpunum svo stór hópur ólíkra einstaklinga gæti myndað svona heild. Hvernig 75 manns, hver með sitt hljóðfæri, gætu hljómað […]

Fyrsti leikurinn í kvöld

Kvennalið ÍBV leikur fyrsta leik sinn á tímabilinu í kvöld klukkan 18.00 þegar liðið tekur á móti Sindra frá Hornafirði. ÍBV leikur í B-riðli 1. deildar ásamt sjö öðrum liðum en tvö efstu lið riðilsins komast í úrslitakeppni 1. deildar. ÍBV er af mörgum talið eitt af sterkustu liðum 1. deildar enda hafa stelpurnar náð […]

KR-ingar koma í heimsókn í 32ja liða úrslitum

Í dag var dregið í 32ja liða úrslitum Visabikarkeppni karla en dregið var í höfuðstöðvum KSÍ. ÍBV var eina liðið í pottinum eftir að KFS féll úr leik í síðustu umferð. Það hlakkar sjálfsagt í mörgum yfir drættinum því ÍBV fékk heimaleik gegn KR. Leikurinn hefur verið settur á miðvikudaginn 2. júní klukkan 19.15. (meira…)

Gamla konan og hatturinn

Gömul kona stóð í stefni skemmtiferðarskipsins. Hún hélt fast í hatt sinn svo hann fyki ekki brott með vindinum. Herramaður gekk til hennar og sagði “Fyrirgefðu frú, en vissir þú að kjóll þinn blæs upp í þessum vindi? “Já ég veit það”, sagði konan, “Ég þarf að nota báðar hendurnar til þess að halda hattinum […]

�?ldrunarþjónusta – Staðan góð

Vestmannaeyjabær veitir fjölþætta öldr­unarþjónustu í samstarfi við bæði ríkisstofnanir og einkaaðila. Landfræðileg ein­angrun samfélags­ins okkar gerir það að verkum að við þurfum að uppfylla kröfur um hátt þjónustustig og að gæði þjónust­unnar sé ávallt í skoð­un. Í úttekt á öldrunarþjónustu í Vestmanna­eyjum sem kynnt var í fjölskyldu- og tómstundaráði í byrj­un ársins sést glögglega að […]

Ingi Tómas sýnir ljósmyndir

Dagar lita og tóna standa undir nafni í ár því auk glæsilegrar djass­veislu verður sýning í Akóges á ljósmyndum sem Ingi Tómas Björnsson hefur tekið á hátíðinni frá árinu 1995. „Því miður byrjaði ég ekki strax að taka myndir á hátíðinni en frá 1995 hef ég náð að skrásetja hana í myndum,“ sagði Ingi Tómas. […]

Nýir starfshættir í bæjarstjórn

Einn mesti ljóður á vinnu í bæjarstjórnum á Íslandi er samskiptaleysi og samráðsleysi milli meirihluta og minnihluta. Meirihlutinn ræður eðlilega en alltof oft gerir hann það einn og sér og minnihlutinn er settur út í horn þar sem hann þarf að híma næstu fjögur árin. Allar tillögur meirihlutans ganga í gegn í krafti meirihluta atkvæða […]

�??�?víst hvað tekur við hjá mér�??

Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Eyjamanninn Gunnar Heiðar Þorvaldsson, knattspyrnukappa en hann var í láni hjá enska 1. deildarliðinu Reading frá danska úrvalsdeildarliðinu Esbjerg í vetur. Gunnar Heiðar hefur ekki verið í náðinni hjá Dönunum en hann segir framtíðina óljósa. ,,Það er óvíst hvað tekur við hjá mér. Ég veit að það er […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.