Dagar lita og tóna standa undir nafni í ár því auk glæsilegrar djassveislu verður sýning í Akóges á ljósmyndum sem Ingi Tómas Björnsson hefur tekið á hátíðinni frá árinu 1995. „Því miður byrjaði ég ekki strax að taka myndir á hátíðinni en frá 1995 hef ég náð að skrásetja hana í myndum,“ sagði Ingi Tómas.