Mikið hreins­unarstarf framundan

Bæjarbúar hafa verið duglegir við hreinsun á húsum og görðum eftir öskufallið um síðustu helgi. Enn er þó mikil aska á götum og víðs vegar um bæinn sem gerir það að verkum að svifryksmengun er mikil um leið og hreyfir vind. „Við erum með öll okkar tæki á fullu,“ sagði Ólafur Snorrason framkvæmdastjóri umhverfis- og […]

Skaðleg heilsu fólks

Öskufall er ekki bara óþægilegt held­ur getur það verið skaðlegt heilsu fólks. Elvar Daníelsson, heilsu­­gæslulæknir á Heilbrigðis­stofnun Vestmannaeyja, sagði ekki mikið um að bæjarbúar leituðu til heilsugæslunnar vegna öskufallsins og helst þeir sem eru með astma eða öndunarsjúkdóma. (meira…)

Hermanni boðinn nýr samningur

Portsmouth hefur boðið Eyjamanninum Hermanni Hreiðarssyni nýjan samning en sem kunnugt er féll Portsmouth úr ensku úrvalsdeildinni og leikur í 1. deild á næstu leiktíð. Hermann hefur verið í herbúðum Portsmouth frá árinu 2007 og varð enskur bikarmeistari fyrstur Íslendinga með liðinu ári síðar. Hermann missti af lokasprettinum með Portsmouth á nýafstaðinni leiktíð en hann […]

Skólabörn eiga að taka rykgrímur með í skólann

Eins og flestir urðu varir við sl. föstudag varð nokkuð mikið öskufall hér í Vestmannaeyjum. Fólk hefur unnið ötult starf við hreinsun húsa sinna og bæjarins almennt. Í morgun var askan orðin nokkuð þurr og fór því að fjúka hér um. Þegar slíkt gerist er vænlegast að hafa rykgrímu fyrir öndunarfærunum til að anda þessum […]

Sytnik frá í tvær til þrjár vikur

Úkraínski framherjinn hjá ÍBV, Denis Sytnik skoraði fyrsta mark ÍBV í sumar í jafnteflisleiknum gegn Val í gær. Sytnik meiddist í kjölfarið og var borinn af leikvelli rétt fyrir leikhlé. Nú er komið í ljós að leikmaðurinn reif vöðva í læri og er búist við að hann verði frá í tvær til þrjár vikur í […]

Golfæfingar að hefjast hjá GV

Nú hefur Karl Haraldsson tekið til starfa hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja og mun hann sinna allri allmennri golfkennslu fyrir GV. Þar á meðal unglinga- og krakkastarfi, hópkennslu og einkakennslu fyrir byrjendur og þá sem eru lengra komnir. Fljótlega verður boðið upp á hópkennslu fyrir byrjendur og konur en það er frábært tækifæri fyrir þá sem vilja […]

Bikarleikur hjá KFS í kvöld

KFS leikur í 2. umferð Vísabikarkeppninnar í kvöld en þá tekur liðið á móti Víkingi frá Ólafsvík. Leikur liðanna hefst klukkan 19.00 og fer fram á Helgafellsvellinum en Ólafsvíkingar skelltu sér í Herjólf þannig að leikurinn mun fara fram á tilsettum tíma. Víkingur leikur í 2. deild og hafa leikið einn leik í deildinni, á […]

Áfram Vestmannaeyjar

Ég naut þeirra forréttinda að vera kosinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í rúm 20 ár. Ég átti þess kost með mörgu góðu fólki að taka þátt í að byggja upp og vinna að mörgum framfarmálum í Vestmannaeyjum. Stundum gekk þetta vel og menn unnu í sátt og samlyndi en einnig gerðist það að menn deildu um […]

Fjölskylduhelgi Vestmannaeyjabæjar

Fjölskylduhelgin í Vestmannaeyjum er nú haldin í sjötta sinn um hvítasunnuna. Hefur hún vaxið með ári hverju en markmið helgarinnar er sem fyrr að hvetja fjölskyldur til aukinnar samvistar og hafa gaman saman. Í ár er yfirskrift helgarinnar “Víst er fagur Vestmannaeyjabær” en í boði er fjölbreytt afþreying víðsvegar um okkar stórkostlegu Heimaey þar sem […]

Vilja fá ökumenn til að keyra hægar

Þrátt fyrir að hreinsunarstarf í Vestmannaeyjum hafi gengið vel eftir öskufallið, er enn mikið af ösku víðs vegar um bæinn. Meðal annars liggur talsvert af ösku á götum bæjarins og þyrlast askan upp þegar bílarnir keyra um göturnar með tilheyrandi óþægindum fyrir gangandi vegfarendur. Póstberar höfðu samband og vildu beina þeim tilmælum til ökumanna að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.