Eins og flestir urðu varir við sl. föstudag varð nokkuð mikið öskufall hér í Vestmannaeyjum. Fólk hefur unnið ötult starf við hreinsun húsa sinna og bæjarins almennt. Í morgun var askan orðin nokkuð þurr og fór því að fjúka hér um. Þegar slíkt gerist er vænlegast að hafa rykgrímu fyrir öndunarfærunum til að anda þessum ögnum ekki að sér. Við getum átt von á slíku öskufjúki næstu daga og því biðjum við foreldra/forráðamenn að sjá til þess að börnin séu með slíkar grímur með sér í skólatöskunum.