Fyrsta stigið í hús

ÍBV gerði góða ferð á heimavöll Valsmanna í kvöld þegar liðið mættust í 2. umferð Íslandsmótsins. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á Hásteinsvelli en vegna öskufallsins víxluðu félögin heimaleikjunum og fór leikurinn því fram á Hlíðarenda. Yngvi Magnús Borgþórsson fékk að líta rauða spjaldið á 22. mínútur fyrir að verja á marklínu með hendinni. […]

Vörn fyrir Eyjar

Kosningar snúast um traust. Við veljum fólk til að standa vörð um velferð okkar og ætlumst til að þau leggi sig öll fram. Í fyrsta skipti á ævinni tók ég nú ákvörðun um þátttöku í framboði. Einungis eitt framboð kom til greina og það var listi Sjálf­stæðismanna. Ástæðan er einföld. Enginn annar flokkur hefur staðið […]

Segjum skilið við feðraveldið

B-listi Framsóknar og óháðra í Vestmannaeyjum byggir sín stefnumál á þremur grunngildum. Þau eru lýðræði, samvinna og gagnsæi. Þetta eru þau gildi sem framboðið vill innleiða í stjórn bæjarins. Í okkar augum erum Eyjamenn eins og stór fjölskylda og því mikilvægt að tryggja að samskipti og samstarf okkar séu eins og hjá öðrum góðum fjölskyldum. […]

Lögregla fann 20 gr. af kannabisefnum

Það var mikill erill á lögreglustöðinni sl. föstudag og laugardag vegna mikils öskufalls í Vestmannaeyjum og kom fólk við á stöðinni til að fá rykgrímur og hlífðargleraugu. Þá var töluvert um að fólk hringdi til að fá upplýsingar um hvað það ætti að gera vegna ástandsins. Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni sem leið en […]

Aukið fjarnám er mikils virði

Nú líður að kosningum og höfum við á Vestmannaeyja­listanum hist reglulega og rætt mál sem mættu fara betur hérna í okkar kæra samfélagi. Við vorum spurð að því á ­fyrsta fundi hvað við vildum bæta og þá datt mér fljótlega í hug að það mætti standa betur að fjarnámi við háskóla hérna í Vestmannaeyjum. Þegar […]

Upplýsingar vegna hreinsunar á ösku

Vestmannaeyjabær hefur opnað upplýsingasíma vegna hreinsunar á ösku. Fólk er hvatt til að hringja í þennan síma ef upplýsinga eða þjónustubeiðni er óskað. Síminn er 488-2535 og er svarað í síma milli kl. 09-12 og 13-16. Björgunarfélag Vestmannaeyja aðstoðar fólk sem ekki hefur tök á að hreinsa frá sínum eignum og er tekið við skráningum […]

Framboðsfundi frestað vegna aðstæðna í Eyjum

Í ljósi aðstæðna sem Vestmannaeyingar eru í vegna öskufalls er fyrirhuguðum framboðsfundi Suðurland FM sem vera átti þriðjudaginn 18. maí í Höllinni, frestað til mánudagsins 24. maí kl. 16 í Höllinni. Fundaröðin hefst þess í stað í Rangárþingi Eystra 19. maí í Hvolnum kl. 20 á Hvolsvelli og heldur sínu striki þar eftir. (meira…)

Hlustaðu á mig…

Menntun er forsenda framfara og við gerum kröfu um skóla án að­greiningar, skóla sem mætir þörfum nemenda í samræmi við þarfir og þroska hvers og eins, skóla þar sem börnin okkar fá jöfn tækifæri. Foreldrar eiga ekki að þurfa að berjast fyrir rétti barns síns í grunnskóla. Það á að vera sjálfsagt að þeir sem […]

Vestmannaeyjabær leggur áherslu á hraða og góða hreinsun

Vestmannaeyjabær hefur ákveðið að leggja áherslu á hraða og góða hreinsun en aska liggur nú yfir öllu í bænum. Elliði Vignisson, bæjarstjóri fundaði í morgun með lykilstarfsmönnum Vestmannaeyjabæjarins þar sem línur voru lagðar varðandi hreinsunarstörf. Búið er að panta tæki ofan af landi til hreinsunarstarfa, m.a. öflugan svifryksbíl. „Ákvörðun okkar var sú að leggja höfuð […]

Upplifun á Tríkot og Lúðró

Á laugardaginn voru þriðju og jafnframt síðustu tónleikar Tríkot og Lúðró. Tónleikarnir hafa verið haldnir árlega síðan 2008 og bara orðið betri á milli ára. Alls voru 75 tónlistarmenn sem tóku þátt í tónleikunum, sem voru þeir bestu af þeim þremur. Það sem gerði kvöldið ógleymanlegt var auðvitað frábær flutningur þar sem ekki var slegin […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.