Sveitarstjórnarkosningar 2010

Eyverjar, með Margréti Rós í fararbroddi, senda okkur Frjálslyndum tóninn í síðustu viku og telja að við höfum með ályktun okkar hvatt almenning til að hundsa sinn lýðræðislega rétt til þess að hafa áhrif á samfélagið. Fyrir það fyrsta, þá er ég mjög ánægður að sjá það að hún og aðrir Eyverjar hafi kynnt sér […]

Leitin að stúlkum er hafin

Leit er hafin að keppendum í Sumarstúlkukeppni Vestmannaeyja 2010 sem verður haldin 19. júnín næstkomandi í Höllinni. Keppendur þurfa að vera fæddar árið 1992 eða fyrr. Allar ábendingar eru vel þegnar á email: ody@simnet.is eða í skilaboðum á facebook. (meira…)

Forsala á Tríkot og Lúðró hófst í morgun

Forsala miða á tónleika Tríkot og Lúðró hófst í morgun í bensínsölunni Kletti við Strandveg. Þetta er í þriðja, og jafnframt síðasta sinn sem sveitirnar leiða saman hesta sína en um 500 manns voru á tónleikunum í fyrra og komust færri að en vildu. Tónleikarnir verða laugardaginn 15. maí í Höllinni en Sæþór Vídó, söngvari […]

Lét ekki ekki alvarlega árás í starfi stöðva sig

Lögregluskóli ríkisins brautskráði nítján nemendur við hátíðlega athöfn í Bústaðakirkju þann 16. apríl sl. Eyjamaðurinn Grétar Stef­áns­son, sem var hópi yngstu nem­endanna sem útskrifuðust, fékk viðurkenningu fyrir frábæran náms­árangur og var með þriðju hæstu einkunn, meðaleinkunnina 8,93 á lokaprófi. (meira…)

Kristófer Íslandsmeistari í skólaskák

Kristófer Gautason, úr Grunnskóla Vestmannaeyja, varð í dag Íslandsmeistari í skólaskák. Kristófer keppti í flokki barna í 1.-7. bekk og endaði með tíu vinninga af ellefu mögulegum. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Vestmannaeyingur vinnur Íslandsmeistaratitil á Landsmótinu í skólaskák. Tveir aðrir Eyjapeyjar tóku þátt í mótinu en í eldri flokki endaði Nökkvi Sverrisson […]

Drunurnar úr gosinu heyrast yfir til Vestmannaeyja

Gosið í Eyjafjallajökli er enn í fullum gangi. Þær fréttir berast nú frá Vestmannaeyjum að heyra megi drunur frá gosinu yfir til eyjanna. Haraldur Hlöðversson, lögreglumaður í Vestmannaeyjum, segist hafa byrjað að heyra drunurnar þegar hann mætti til vinnu um sjö í morgun. (meira…)

Eitt flottasta sundlaugarsvæði landsins

Það hefur verið líf og fjör í Sundlaug Vestmannaeyja síðustu daga en nýtt og glæsilegt útisvæði hefur verið opið til reynslu undanfarið. Unnið hefur verið að endurbótum á útisvæði sundlaugarinnar og er nú komið upp eitt glæsilegasta sundlaugarsvæði landsins í Eyjum. Allt svæðið er lagt tartanefni og er undirlagið mjúkt, engu líkara en gengið sé […]

Flugfélag Vestmannaeyja missti sjúkraflugið

Sjúkratryggingar Íslands gengu í dag frá tímabundnu samkomulagi við Mýflug vegna sjúkraflugs á Vestmannaeyjasvæði. Þetta kemur fram á vef heilbrigðisráðuneytisins. Með samningnum verði þjónusta í sjúkraflugi vegna Vestmannaeyja tryggð. Flugfélag Vestmannaeyja, sem sinnt hefur fluginu undanfarið, hefur misst flugrekstrarleyfi sitt. Því hafa Sjúkratryggingar Íslands sagt upp samningi sínum við félagið. (meira…)

Gerum Heimaey hreinni og fegurri

Laugardaginn 8. maí n.k. verður almennur hreinsunardagur á Heimaey. Í fyrra tókst vel til og er áætlað að endurtaka leikinn í ár, en félög og einstaklingar taka að sér að hreinsa ákveðin svæði. Dagur þessi er að sjálfsögðu hugsaður sem fjölskyldudagur þar sem allir – mamma, pabbi, amma, afi, og krakkarnir – sameinast um að […]

�?ar eru fleiri þingmenn en útgerðarmenn

Sæl Ólína.Ég hef borið „svar“ þitt undir nokkra kvótaandstæðinga og nokkra sem eru meðmæltir núver­andi kvóta­kerfi, og eru allir sammála um að „þau“ séu útúrsnúningur og dónaskapur. Mér þykir mjög leitt að þú skulir kjósa að fara í skotgrafirnar, sérstaklega þegar fram kemur sjómaður, sem er fyrir hönd fjölmargra í stéttinni, að reyna fá svör […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.