Ekki gera ekki neitt- nýtum kosningarétt okkar

Bæjarmálafélag Frjálslynda flokksins í Vestmannaeyjum sendi frá sér fréttatilkynningu í gær á vefmiðlana en í henni segir að þar sem frjálslyndir komi ekki til með að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum í vor, er þeirra fólk og aðrir sem styðja stefnu Frjálslynda flokksins hvattir til að hunsa kosningarnar í vor með því að sitja heima eða […]
Dragnótaveiðar við Ísland �?? til stuðnings Jóni Bjarnasyni sjávarútvegsráðherra

Dragnótin er líklega vistvænasta veiðarfærið sem notað er við Ísland í dag og hefur verið frá því veiðar með dragnót hófust um miðja 19 öldina. Veiðisvæði dragnótar spannar einungis um 3-5% af landgrunninu innan lögsögu Íslands. Ástæður þessa takmörkuðu veiðislóðar dragnótarinnar eru þær að dragnót er einungis hægt að nota á leir, malar og sandbotni. […]
Lofar mögnuðum tónleikum

Þriðja árið í röð ætla stuðsveitin Tríkot og Lúðrasveit Vestmannaeyja að leiða saman hesta sína á stórtónleikum í Höllinni. Búið er að gefa út að þetta sé í síðasta sinn sem tónleikar sem þessir verði haldnir og verða þeir laugardaginn 15. maí í Höllinni. Forsala miða hefst á mánudaginn á Kletti. Fyrri tónleikarnir voru mjög […]
Líklegt að siglingar hefjist 21. júlí

Um 150 manns sóttu kynningarfund um Landeyjahöfn í Höllinni í gær. Fimm frummælendur voru á mælendaskrá en í máli þeirra kom m.a. fram að Eimskip gerir ráð fyrir að hefja siglingar í Landeyjahöfn 21. júlí en upphaflega áttu ferðir að hefjast 1. júlí. Guðmundur Nikulásson, frá Eimskip sagði að ef hægt væri að hefja siglingar […]
Ásgeir Aron í banni í fyrsta leik með ÍBV

Ásgeir Aron Ásgeirsson sem gekk til liðs við ÍBV frá Fjölni í vetur mun ekki geta leikið með sínu nýja félagi í fyrsta leik Pepsi-deildarinnar gegn Fram þar sem hann á eftir að taka út leikbann frá síðustu leiktíð. Ásgeir Aron er eini leikmaðurinn í efstu deild sem er í leikbanni í fyrstu umferð en […]
Kynningarfundur um Landeyjahöfn verður í dag

Kynningarfundur um Landeyjahöfn verður haldinn í dag, miðvikudaginn 5. maí klukkan 17.30 í Höllinni. Þrátt fyrir að ekki hafi verið flugfært til Eyja í dag, þá verður fundurinn haldinn þar sem fundarmenn koma með Herjólfi. Á fundinum verður farið yfir stöðu framkvæmda og framtíðarhorfur og munu fimm aðilar halda framsögu. Elliði Vignisson, bæjarstjóri skrifar á […]
Fundi með félagsmálaráðherra frestað

Fundi með Árna Páli Árnasyni, félagsmálaráðherra, sem fram átti að fara í sal Kiwanis í kvöld klukkan 20.30, hefur verið frestað um óákveðinn tíma þar sem ekki er útlit með að flugfært verði til Eyja í dag. Á fundinum var ætlunin að fara m.a. yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að létta greiðslubyrði og fyrirhugaðar leiðréttingar á […]
Island Studios hvetur sjómenn í Eyjum í Sjómannalagakeppni Rásar 2

Nú er að hefjast Sjómannalagakeppni Rásar 2 en keppnin hefur vakið mikla athygli undanfarin ár. Leitað er eftir frumsömdum sjómannalögum við frumsamda texta og er skilafrestur til 25. maí næstkomandi. Island Studios í Vestmannaeyjum hefur af þessum sökum ákveðið að rífa niður öll verð og skora á sjóara í Eyjum að skella sér í sjóstakkinn […]
�?flugt tómstunda- og æskulýðsstarf besta forvörnin

Tómstunda- og æskulýðsstarf er í miklum blóma í Vestmannaeyjum. Við búum svo vel að eiga öflug íþróttafélög og í boði eru fjölmargar greinar. Aðstaða til íþróttaiðkunar er til fyrirmyndar og fer batnandi með tilkomu fjölnota íþróttahússins sem framkvæmdir eru hafnar við. Öll aðstaða er skipulögð á sama svæðinu við íþróttahúsið sem gerir ástundun einfaldari, sérstaklega […]
Eldgosið tefur hafnargerðina

Tafir hafa orðið á framkvæmdum við Landeyjahöfn vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Nú er útlit fyrir að Herjólfur fari í sína fyrstu ferð að bryggju í Bakkafjöru 21. júlí. Áður var miðað við framkvæmdum lyki 1. júlí og Herjólfur gæti hafið siglingar fyrir goslokahátíð sem hefst í Eyjum 2. júlí. Hátt í 100 manns starfa nú […]