Um 150 manns sóttu kynningarfund um Landeyjahöfn í Höllinni í gær. Fimm frummælendur voru á mælendaskrá en í máli þeirra kom m.a. fram að Eimskip gerir ráð fyrir að hefja siglingar í Landeyjahöfn 21. júlí en upphaflega áttu ferðir að hefjast 1. júlí. Guðmundur Nikulásson, frá Eimskip sagði að ef hægt væri að hefja siglingar fyrr, þá yrði það gert. Hann sagði ennfremur að nýtt bókunarkerfi hefði verið tekið upp þar sem m.a. ekki væri hægt að panta ferð fyrirfram. Þá mun einingakort kosta 30 þúsund krónur með 100 einingum.