Sigurður leiðir listann og Skæringur í heiðurssætinu

Listi Framsóknarflokksins og óháðra í Vestmannaeyjum var samþykktur á félagsfundi Framsóknarfélagsins í Vestmannaeyjum í kvöld. Listinn er boðinn fram undir merkjum Framsóknarflokksins og óháðra en Sigurður E. Vilhelmsson, líffræðingur, leiðir listann. Skæringur Georgsson skipar hins vegar heiðurssætið. Listann má sjá í heild sinni hér að neðan. (meira…)
Vernd grunnslóðar og sjálfbær þróun

Sú skylda hvílir á okkur Íslendingum að skila af okkur landinu og miðunum til komandi kynslóða í jafn góðu ástandi og við tókum við því. Við fengum landið og gæði þess ekki til eignar frá foreldrum okkar, heldur höfum við það að láni frá börnum okkar. Verndun náttúrunnar er í raun forsenda fyrir því að […]
Tvö umferðaróhöpp og tjón á bifreiðum nokkuð í öðru þeirra

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu. Rólegt var í kringum skemmtistaði bæjarins um helgina en þó þurfti að hafa einhver afskipti af fólki vegna ölvunarástands þess. Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið. Í öðru tilvikinu, sem átti sér stað á Vestmannabraut, var um […]
Kynningarfundur um Landeyjahöfn færður upp í Höll

Á miðvikudaginn 5. maí næstkomandi verður haldinn kynningarfundur um Landeyjahöfn. Fundurinn átti upphaflega að fara fram í Akóges en hefur nú verið fluttur upp í Höll og hefst hann klukkan 17.30. Undirtitill fundarins er Staða framkvæmda og framtíðarhorfur en fimm aðilar munu ræða þetta málefni á fundinum. Nánari dagskrá má sjá hér að neðan. (meira…)
Kristófer og Nökkvi Skólaskákmeistarar Suðurlands

Í gær fór fram kjördæmismót Suðurlands í skólaskák en mótið var haldið á Flúðum. Keppt var í flokki 1.-7. bekk og 8.-10. bekk í grunnskóla, eldri og yngri flokki. Eyjamenn sendu fjóra ti leiks og gerðu þeir sér lítið fyrir og röðuðu sér í efstu sætin. Kristófer Gautason vann yngri flokkinn en Jörgen Freyr Ólafsson […]
Sigurður Ari og félagar í þriðja sæti

Sigurður Ari Stefánsson og félagar hans í norska úrvalsdeildarliðinu Elverum nældu sér í bronsverðlaun í norsku úrslitakeppninni sem fór fram um helgina. Norsku keppninni lýkur með fjögurra liða móti þar sem undanúrslit eru leikin á föstudegi og úrslitaleikir á laugardegi en allir leikirnir fara fram á sama stað. Elverum tapaði fyrir Runar í undanúrslitum 24:25 […]
Framsókn býður fram í Eyjum

Framsóknarflokkurinn mun bjóða fram að nýju í sveitastjórnarkosningunum í Vestmannaeyjum 29. maí næstkomandi. B-listi Framsóknar og óháðra verður kynntur á félagsfundi í húsnæði Framsóknarfélags Vestmannaeyja að Kirkjuvegi í kvöld klukkan 19.30, en opinn fundur verður haldinn á sama stað klukkan 20.00. Þar með eru komin þrjú framboð fram fyrir sveitastjórnarkosningarnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu […]
Nýr og öflugur frétta- og upplýsingavefur á Suðurlandi

Nýr og öflugur frétta- og upplýsingavefur fyrir íbúa Suðurlands hefur hafið göngu sína á slóðinni www.sudur.net. Vefurinn inniheldur fréttir, blogg frá Sunnlendingum, uppskriftir og viðtöl. Öflugt markaðstorg er einnig á vefnum og þar geta notendur auglýst vörur ókeypis. (meira…)
Vélarnar í lagi en félagið ekki með leyfi

Flugvélar Flugfélags Vestmannaeyja sem sinna sjúkraflugi milli lands og eyja eru í lagi en félagið hefur ekki haft leyfi til að fljúga frá því á föstudag. Framkvæmdastjóri Flugfélags Vestmannaeyja segir að Flugmálastjórn sé að skoða umbeðin gögn og vonar að hægt verði að byrja að fljúga aftur á morgun. (meira…)
Sterkt samfélag

Undanfarnir mánuðir hafa um margt verið erfiðir fyrir íslensku þjóðina. Við hrun bankanna féll sú ímynd að Ísland væri „stórasta land í heimi“ og að Íslendingar væru almennt séð hæfileikaríkari og betri en aðrir. Dómharka þjóðarinnar í eigin garð er mikil og hleypur með ýmsa í gönur. Vissulega var margt sem fór aflaga í samfélaginu […]