Aðstöðusamningi Herjólfs sagt upp

Til stóð að Þorlákshöfn yrði varahöfn Herjólfs til áramóta en nú hefur Vegagerðin sagt upp samningi vegna aðstöðu þar frá fyrsta september næstkomandi. Vegna eldsumbrota í Eyjafjallajökli mun upphaf siglinga í nýja Landeyjahöfn seinka um að minnsta kosti hálfan mánuð. Þegar Landeyjahöfn verður tekin í notkun lýkur þrjátíu og fjögura ára sögu reglubundinna siglinga Herjólfs […]
Gert ráð fyrir 17.000 til 18.000

Þjóðhátíðin 2009 var fjölmenn og skilaði ÍBV-íþróttafélagi miklum hagnaði. Nú stefnir í að öll aðsóknarmet falli þegar siglingar í Landeyjahöfn hefjast. Um leið margfaldast flutningsgeta Herjólfs og óttast margir að Heimaey og Vestmannaeyjabær beri ekki mikið fleiri en voru á þjóðhátíð í fyrra, þegar gestir voru um 14 þúsund manns. Óttast er að ekki verði […]
Eina sem kemur upp um aldurinn er skallinn

Í tengslum við kynningu á ÍBV liðinu á Fótbolti.net er ítarlegt viðtal við Tryggva Guðmundsson, sem gekk í raðir síns gamla félags í vetur. Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótboti.net tók viðtalið en Eyjafréttir fengu leyfi til að birta það í heild sinni hér að neðan. Í viðtalinu er farið um víðan völl, m.a. rætt hvort […]
ÍBV spáð 10. sæti

Knattspyrnuvefurinn Fótbolti.net kynnir þessa dagana liðin í úrvalsdeild karla til leiks en liðin eru kynnt samkvæmt spá vefsins. Samkvæmt henni enda Eyjamenn í 10. sæti úrvalsdeildarinnar, af 12 liðum og halda því sæti sínu meðal þeirra bestu. Kynningin á ÍBV-liðinu var unnin í samstarfi við Eyjafréttir og má einnig sjá skemmtilegt sjónvarpsviðtal við Andra Ólafsson. […]
Hjálpum nágrönnum okkar undir Eyjafjöllum við hreinsunarstörf!

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hvetur alla Eyjamenn, sem tök hafa á til þess að taka þátt í hreinsunarátaki undir Eyjafjöllum nk. laugardag 1. maí. Farið verður frá Eyjum í boði Herjólfs með fyrri ferð kl. 8.15 á laugardaginn 1. maí og til baka aftur með seinni ferð 19.30 þann sama dag. Rútur flytja fólkið til og frá […]
Diskóinu slegið á frest

Dansleik, sem vera átti á laugardaginn 1. mí í Höllinni hefur verið frestað fram á haust af óviðráðanlegum ástæðum. Ballið hefur verið sett á þann 11. september 2010. Við biðjumst velvirðingar á þessu en minnum á að 7. maí næstkomandi, mun risasveitin Ný Dönsk mæta í Höllina til að gleðja Eyjamenn. (meira…)
Eru að fara sekta fyrir nagladekkin

Tíðin var róleg hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í síðustu viku en þó þurfti að sinna ýmsum verkefnum. M.a. voru þrír teknir fyrir of hraðan akstur á Hamarsvegi en hámarkshraði þar er 50 km/klst. Þrír voru teknir fyrir að nota ekki öryggisbelti, einn fyrir að tala í síma án þess að nota handfrjálsan búnað, einn fyrir […]
Hermann vonast til að fá nýjan samning

Hermann Hreiðarsson vonast eftir því að honum verði boðinn nýr samningur hjá Portsmouth en samningur hans við suðurstrandarliðið rennur út í sumar. Hermann varð fyrir því óláni að slíta hásin í síðasta mánuði og verður varla orðinn leikfær fyrr en næsta vetur. Portsmouth hefur enn ekki boðið Hermanni nýjan samning. Bæði er það vegna meiðsla […]
�?riðjungurinn kom til Eyja

Vaxtarsamningur Suðurlands og Vestmannaeyja var í gildi frá 2006 til 2009 og var honum ætlað að styrkja atvinnulíf og samfélög á svæðinu. Í febrúar sl. var skrifað undir nýjan Vaxtarsamning Suðurlands en auk sveitarfélaga sem féllu undir fyrri samning bættist sveitarfélagið Hornafjörður við. Markmið samningsins er m.a. að efla nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífsins á starfssvæði […]
Gunnar lagði upp sigurmarkið

Gunnar Heiðar Þorvaldsson lét enn að sér kveða með varaliði enska 1. deildarliðsins Reading í dag. Hann lagði upp sigurmarkið gegn Plymouth, 1:0. Þar að auki var Gunnar mjög áberandi í framlínu Reading og var óheppinn að skora ekki í tvígang en hann hafði gert þrjú mörk í næstu tveimur leikjum á undan. (meira…)