Hjálpum nágrönnum okkar undir Eyjafjöllum við hreinsunarstörf!
28. apríl, 2010
Bæjarstjórn Vestmannaeyja hvetur alla Eyjamenn, sem tök hafa á til þess að taka þátt í hreinsunarátaki undir Eyjafjöllum nk. laugardag 1. maí. Farið verður frá Eyjum í boði Herjólfs með fyrri ferð kl. 8.15 á laugardaginn 1. maí og til baka aftur með seinni ferð 19.30 þann sama dag. Rútur flytja fólkið til og frá Þorlákshöfn á hamfarasvæðin. Tekið er við skráningum í þjónustuveri ráðhúss Vestmannaeyja í síma 488 2000.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst