Allir geta eitthvað – enginn getur allt

Til að hafa áhrif þarf að taka þátt. Á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum er fjölbreyttur hópur fólks sem býður fram krafta sína til bæjarmálanna. Öll höfum við eitthvað fram að færa og bætum hvert annað upp. Við tilheyrum fjölskyldum, eignumst vini og samstarfsfólk og veljum okkur leiðir í lífinu sem samtvinnast lífi annars fólks sem […]
Stefnum á að komast upp

Karlalið ÍBV hefur leik á morgun, föstudag. í umspilskeppni um eitt laust sæti í úrvalsdeild næsta vetur. Eyjamenn mæta Aftureldingu og fer fyrsti leikurinn fram í Mosfellsbæ. Í hinni viðureigninni mætast Grótta, sem lék í úrvalsdeild í vetur. og Víkingur, sem hafnaði í fjórða sæti í 1. deild. Sigurvegarar viðureignanna tveggja mætast svo í hreinum […]
Bjarni Ben á laugardagsfundi í Ásgarði

Sem fyrr verður laugardagsfundur á dagskrá í Ásgarði, húsnæði Sjálfstæðisflokksins´i Vestmannaeyjum. Fundurinn hefst klukkan 11.00 og er gestur fundarins að þessu sinni Bjarni Benediktsson, formaður flokksins. Bjarni ferðast nú um landið og fundar með landsmönnum en fundurinn í Ásgarði er öllum opinn. (meira…)
Selfoss burstaði ÍBV í dag

Selfoss burstaði ÍBV 5-0 í æfingaleik sem fram fór á gervigrasvellinum á Selfossi í morgun. Ingi Rafn Ingibergsson og Guðmundur Þórarinsson skoruðu í fyrri hálfleik og komu Selfyssingum í 2-0. Á síðustu tuttugu mínútunum bættu Arilíus Marteinsson, Jón Daði Böðvarsson og Einar Ottó Antonsson síðan við mörkum. (meira…)
Guðrún fyrsti varamaður

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar á Suðurlandi og fyrrverandi viðskiptaráðherra, hefur ákveðið að víkja tímabundið af þingi. Björgvin tilkynnti um þessa ákvörðun á fimmtudag en hann telur veru sína á þingi geta truflað þá vinnu sem þingið er að sinna í framhaldi af birtingu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Anna Margrét Guðjónsdóttir tekur sæti á alþingi í […]
Líkur á töfum verkloka

Þó ekkert bendi til þess að flóð í Markarfljóti af völdum gossins hafi valdið skemmdum á Landeyjahöfn eða breytt dýpi út af henni hefur Siglingastofnun gefið út einhverja seinkun á að höfnin verði tekin í notkun. Í frétt frá stofnuninni segir að engar skemmdir hafi orðið á mannvirkjum sem eru í smíðum í Landeyjahöfn. Sama […]
Kolsvart í sólarhring

„Við erum fjórir Vestmannaeyingar á þessum bæjum sem fóru einna verst út úr öskufallinu, Kristján Guðmundson er á Steinum, Elva Birgisdóttir í Hlíð og Poula Buch á Önundarhorni,“ sagði Heiða Björg Scheving sem býr á Hvassafelli ásamt Páli Magnúsi Pálssyni, eiginmanni sínum en Hvassafell er einn Steinabæja. (meira…)
Fyrsta orrustan á föstudaginn

Nú er komið að baráttunni um sæti í efstu deild hjá handboltastrákunum. Í fjögurra-liða úrslitum mætir ÍBV Aftureldingu og Grótta tekur á móti Víkingi. ÍBV leikur útileik á föstudaginn kl.20:00 og fer leikurinn fram að Varmá. Við skorum á alla sem geta komist á leikinn að fjölmenna og styðja strákana. Það er ekki getumunur á […]
Flóð í Eyjum vegna eldgosa er afar ólíklegt

Í gær var haldinn íbúafundur í Vestmannaeyjum vegna eldsumbrotanna. Um 60 manns mættu á fundinn sem var afar fróðlegur en á honum fóru viðbragðsaðilar vegna eldsumbrotanna yfir staðreyndir, bæði vegna gossins í Eyjafjallajökli og áhrifa í Vestmannaeyjum. Karl Gauti Hjaltason, formaður Almannavarnarnefndar tók af allan vafa um hugsanleg flóð vegna eldgosa í jöklum á Suðurlandi, […]
Aska gæti náð að Eyjum á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 21. apríl, má helst búast við öskufalli undir Eyjafjöllum, suður og suðaustur af eldstöðinni. Einnig suðvestur af eldstöðinni annað kvöld, jafnvel að Vestmannaeyjum. Óverulegar líkur á öskufalli suðvestanlands, samkvæmt tilkynningu frá sóttvarnalækni og almannavörnum. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er gert ráð fyrir norðvestlægri átt, 3–8 m/s um morguninn en norðaustanátt 5–8 m/s […]