Diskóhátíð í Höllinni

Í miðju gosi og skýrslu útkomu er undirbúningur Diskóhátíðar Hallarinnar í fullum gangi en þetta er í annað skipti sem Hallarhjónin Bó og Margrét standa fyrir þessari hátíð en þetta var haldið í fyrsta skipti í fyrra en hún mun fara fram Laugardagskvöldið 1 maí í ár. Hátíðin í ár verður sú síðast í bili […]

Íbúafundur vegna eldsumbrotanna í kvöld

Í dag verður íbúafundur í Vestmannaeyjum vegna eldsumbrotanna í Eyjafjallajökli. Fundurinn verður í Höllinni og hefst kl. 18. Tilgangur fundarins er að upplýsa íbúa um gang jarðeldanna og afleiðingar þeirra, einkum öskufalls og svara spurningum íbúa. Karli Gauti Hjaltason, sýslumaður og formaður almannavarnarnefndar Vestmannaeyja vonast til að héraðsdýralæknir og fulltrúar matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits mæti á […]

Gunnar með mark fyrir varalið Reading

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Eyjamaðurinn sem er í láni hjá enska 1. deildarliðinu Reading frá Esbjerg í Danmörku, skoraði fyrir varalið enska félagsins í gærkvöld. Gunnar gerði þá eina mark Reading sem tapaði 1:4 fyrir Forest Green en hann spilaði allan tímann. Gunnar kom til Reading um áramótin en hefur aðeins fengið tækifæri í þremur leikjum […]

Félagsskipti úkraínska framherjans að ganga í gegn

Nú lítur allt út fyrir að félagsskipti úkraínska framherjans Denys Sytnik séu að ganga í gegn en Sytnik var til reynslu hjá Eyjamönnum fyrr í vor. Sytnik lék æfingaleik með ÍBV gegn Hvöt og skoraði fjögur mörk í leiknum en þessi 23 ára framherji er uppalin hjá úkraínska stórliðinu Dynamo Kiev. Síðasta árið hefur hann […]

Engar skemmdir í Land-Eyjahöfn

Á vef Siglingstofnunar kemur fram, að vegna vestlægra vindátta hefur engin aska fallið í Landeyjahöfn og er unnið þar í dag, mánudag, samkvæmt áætlun. Athugun á mannvirkjum hefur leitt í ljós að engar skemmdir urðu í flóðunum. M.a. voru skoðaðir varnargarðar vestan Markarfljóts, sem skýla veginum niður að ferjulægi, og reyndust þeir allir heilir. (meira…)

Nokkuð um að fólk nálgaðist rykgrímur hjá lögreglu

Ekki er hægt að segja en rólegt hafi verið hjá lögreglu í vikunni sem leið. Nokkuð var um að fólk hafi komið á lögreglustöðina til að nálgast rykgrímur vegna hugsanlegs öskufalls frá eldsumbrotunum í Eyjafjallajökli. Í vikunni var tilkynnt um að reiðhjóli hafi verið stolið frá Íþróttamiðstöðinni og er talið að þjófnaðurinn hafi átt sér […]

Gosið í Eyjafjallajökli hefur áhrif á bókanir í Landeyjahöfn

Líklega hafa fá eldgos í mannkynssögunni haft jafn mikil áhrif á samgöngur og eldgosið í Eyjafjallajökli en flug í norðaverðri Evrópu hefur að mestu legið niðri síðustu daga. Nú rétt í þessu barst svo tilkynning frá Eimskip en þar kemur fram að vegna óvissunnar um hvort hægt verði að sigla frá Landeyjum 1. júlí eins […]

Lögreglumenn í Eyjum óánægðir

Aðalfundur Lögreglufélags Vestmannaeyja, sem haldinn var fimmtudaginn 15. apríl samþykkti ályktun þar sem félagið lýsir yfir mikilli óánægju með það virðingaleysi sem samninganefnd ríkisins hefur sýnt lögreglumönnum með því að ganga ekki þegar til samninga við Landsamband lögreglumanna en samningar hafa verið lausir í 318 daga. Lögreglufélag Vestmannaeyja lýsir jafnframt yfir ánægju sinni með að […]

Unnið að því að koma upp varavatnsbóli

Unnið er að því að koma upp varavatnsbóli fyrir Vestmannaeyjar í ljósi flóðahættu vegna jarðhræringa í Eyjafjallajökli. Engar skemmdir hafa orðið á vatnslögn til Eyja en tæknifræðingur hrósar happi yfir því að hún var grafin undir Markarfljót fyrir nokkrum árum. Hitaveita Suðurnesja áformar að hefja framkvæmdir á næstu dögum við gerð varavatnsbóls fyrir neysluvatn til […]

Bætt við forsölumiðum á Dikta

Miðvikudaginn 21. apríl næstkomandi mun ein vinsælasta hljómsveit Íslands í dag, Dikta halda tónleika í Höllinni. Forsala miða á tónleikana gekk vel en nú hefur verið bætt við fleiri miðum í forsölu. Hægt verður að nálgast miðana í Höllinni á morgun, þriðjudaginn 20. apríl milli 13 og 15. Athugið að um takmarkað magn er að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.