Fyrirséð að einhverjar tafir verða á verklokum í Land-Eyjahöfn

Á vef Siglingstofnunar er pistill um framkvæmdir í Land-Eyjahöfn, hvernig staða þeirra er eftir flóðahamfarirnar. „Í eldgosinu sem hófst í fyrradag urðu engar skemmdir á mannvirkjum sem eru í smíðum í Landeyjahöfn og sama á við um uppgræðslu lands sem unnið er að í tengslum við höfnina. Nokkurt magn af stórgrýti sem ætlað var í […]
Mögulega öskufall í Eyjum í kvöld og á morgun

Samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar er möguleiki á því að öskufall verði í Eyjum í kvöld og á morgun. Spáð er norð-austlægri átt en búist er við því að askan muni dreifast yfir Mýrdalssand, Álftaver, Meðalland, Skaftártungur og jafnvel Skeiðarársand fram á kvöld. Síðar um kvöldið er líklegt að aska fari að falla í Mýrdal og Vestmannaeyjum […]
Undirtektir mjög góðar og búist við fjölda gesta

Nú er skráning hafin að fullum þunga og gengur vel að fylla plássinn á sýningarsvæðinu og eru undirtektir fyrirtækja og einstaklinga góð. Við hvetjum alla þá sem áhuga hafa á að koma vöru sinni eða framleiðslu á framfæri á ódýran og skilvirkan hátt að hafa samband við okkur sem fyrst. Öllum er frjálst að vera […]
Vatnið í lagi og Herjólfur siglir

Ekki virðast vera líkur á því að neysluvatnslindir Vestmannaeyinga sem eru undir Eyjafjöllum spillist af völdum eldgossins. Fylgst hefur verið grannt með þróun mála og gæði vatnsins mæld og virðist sem hvorki aska né önnur aðskotaefni hafi borist í lindirnar sem eru við bæinn Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum. (meira…)
Erum ekki að fara dreifa grímum og gleraugum eins og staðan er í núna

Eins og fram hefur komið hafa verið fluttar rykgrímur og hlífðargleraugu til Vestmannaeyja vegna hugsanlegs öskufalls á næstu dögum. Karl Gauti Hjaltason, formaður Almannavarnarnefndar Vestmannaeyja segir þó að ekki standi til að dreifa búnaðinum strax. „Við höldum ró okkar og munum taka stöðun hverju sinni. Ef til þess kemur, munum við dreifa búnaðinum en eins […]
Leiðbeiningar vegna gjóskufalls

Talsverð loftmengun fylgir öskufalli frá eldgosinu í Eyjafjallajökli. Umhverfisstofnun hefur tekið saman eftirfarandi leiðbeiningar fyrir almenning vegna gjóskufalls frá eldgosinu í Eyjafjallajökli. Fínasti hluti gjóskunnar flokkast sem svifryk. Öskusýni frá Mýrdalssandi sýna að um fjórðungur kornanna eru svifryk, það er minna en 10 míkron. Svifryk á greiða leið niður í lungu og getur haft óæskileg […]
Búfjáreigendur undirbúi töku búfjár í hús

Spáð er norðan og norðaustan átt síðdegis á morgun, föstudag og má þá búast við öskufalli í Vestmannaeyjum frá eldsumbrotunum í Eyjafjallajökli. Af þessu tilefni beinir Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja þeim tilmælum til búfjáreigenda í Vestmannaeyjum að undirbúa töku búfjár í hús og huga að búfénaður komist ekki í flúormengað vatn. (meira…)
Rykgrímur og hlífðargleraugu send til Vestmannaeyja

Í Vestmannaeyjum og á Höfn í Hornafirði búa menn sig nú undir mögulegt öskufall á morgun. Búist er við því að áframhaldandi vestanátt haldist fram eftir degi en annað kvöld snýst líklega í norðanátt og þá má búast við að öskufallið færist til Eyja og jafnvel yfir Hvolsvöll. Fram kom á stöðufundi Almannavarna nú kl. […]
Fólki ráðlagt að halda sig innandyra

Um þessar mundir berst mikil aska frá eldgosi í Eyjafjallajökli. Askan berst þessa stundina ekki til Vestmannaeyja enda hefur vindur blásið að mestu leyti úr vestri síðan gosið hófst og þannig beint gosmekkinum frá Eyjum. Samkvæmt veðurspánni mun vindáttin hins vegar snúast til norðurs um helgina og á laugardaginn gæti því fallið aska í Eyjum. […]
Náttúrufegurð Eyjanna fær að njóta sín í myndbandi þýskrar rokksveitar

Þýska rokksveitin Killerpilze tók á dögunum upp myndband í Vestmannaeyjum við lagið Am Meer. Myndbandið er nú klárt og má sjá afraksturinn hér að neðan en í myndbandinu fær náttúrugefurð Eyjanna að njóta sín. Sveitina skipa þrír ungir þjóðverjar, þeir Fabi sem er sautján ára , Max er tuttugu og eins og Jo er tvítugur […]