Eins og fram hefur komið hafa verið fluttar rykgrímur og hlífðargleraugu til Vestmannaeyja vegna hugsanlegs öskufalls á næstu dögum. Karl Gauti Hjaltason, formaður Almannavarnarnefndar Vestmannaeyja segir þó að ekki standi til að dreifa búnaðinum strax. „Við höldum ró okkar og munum taka stöðun hverju sinni. Ef til þess kemur, munum við dreifa búnaðinum en eins og er, er ekki þörf á því.“