Lögðu hald á um 200 gr. af amfetamíni

Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði í gær hald á um 200 gr. af ætluðu amfetamíni. Efnið fannst í bifreið sem kom með Herjólfi um miðjan dag í gær en lögreglan stöðvaði bifreiðina vegna gruns um fíkniefnamisferli. Bifreiðin var færð á lögreglustöðina þar sem lögregluhundurinn Luna þefaði efnin uppi. Þrír aðilar voru í bílnum og voru allir […]

Eyjamönnum hrósað fyrir mótahald

Um síðustu helgi fór fram fundur á vegum HSÍ vegna yngri flokka. Þar var okkur Eyjamönnum hrósað mikið fyrir frábæra skipulagningu á þeim mótum sem haldin hafa verið hér í Eyjum. Skiptir þetta okkur miklu máli varðandi úthlutun móta á vegum HSÍ. Menn viðruðu þá hugmynd að festa mót í ákveðnum aldursflokkum hér á hverju […]

Skalf ekki eftir volkið og stálsleginn eftir heita sturtu

Guðfinnur Þorgeirsson, skipstjóri, vill ekki gera mikið úr óhappi sem hann varð fyrir þegar hann hrasaði á leið um borð í bát sinn Ingu VE og féll í sjóinn þar sem hún lá við Bæjarbryggjuna. Ótrúleg tilviljun réði því að Bjarki Ómarsson, starfsmaður í Miðstöðinni, var þar nærri og heyrði í Guðfinni og sótti þrjá […]

Varanlegt svið reist fyrir stóra pallinn

Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði fram breytingu á deiliskipulagi í Herjólfsdal á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs. Breyt­ingin er að stóra sviðið verði stækkað og þar verði salernis­aðstaða. Samþykkt var að auglýsa tillöguna. Gunnlaugur Grettisson, formaður ráðsins, sagði hugmynd þjóðhátíðar­nefndar vera að koma upp vísi að varanlegu sviði. (meira…)

Aflinn í Eyjum 35 þúsund tonn

Loðnuvertíðinni er að ljúka og eru um 35 þúsund tonn komin á land í Eyjum sem var hlutur Eyjamanna í kvótanum sem var í heild 150 þúsund tonn. Áhersla var lögð á hrognavinnslu og náðust rúm 3200 tonn af hrognum. Megináhersla var lögð á að ná sem mestum verðmætum úr takmörk­uðum heimildum og áhersla lögð […]

Láta sér vaxa mottu

Huginsdrengirnir ákváðu strax, að taka þátt í leiknum hjá Krabbameinsfélaginu, að láta sér vaxa yfirvaraskegg, – mottu. En það er svo að sumum vex ekki skegg og aðrir mega ekki safna. Þeir eru því að breyta til hjá sér, lesa sér til á netinu um hvaða mataræði skerpir vöxtinn. Þeir vita sem er að kynlíf […]

Stuð á Volcano Café á laugardag

Á laugardaginn verður mikið stuð á veitinga- og skemmtistaðnum Volcano Café en þá munu þeir Jógvan, Vignir Snær og Sjonni Brink mæta til Eyja og sjá um að skemmta Eyjamönnum. Í fréttatilkynningu frá eigendum Volcano Café kemur fram að þarna sé um að ræða snilldar tónlistarmenn og að viðburðurinn sé eitthvað sem enginn ætti að […]

Margrét sjaldan betri

„Margrét Lára er kominn í sitt besta form á ný og ég hef satt að segja sjaldan séð hana betri en hún er einmitt um þessar mundir,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari sænska knattspyrnuliðsins Kristianstad, í samtali við Morgunblaðið. (meira…)

Loðnuslútt um helgina á Lundanum

Um helgina mun hljómsveitin Ímynd spila á skemmtistaðnum Lundanum, bæði föstudag og laugardag. Hér er á ferðinni hreint frábær fimm manna sveit með söngvarann Alexander Aron í broddi fylkingar. Frítt er inn fram að miðnætti báða dagana og eru Eyjamenn hvattir að hafa það í huga. Svo skemmtilega vill til að Pétur Jensen, bassaleikari sveitarinnar […]

Vilja svipuð afsláttarkjör og eru í Hvalfjarðargöng

Bæjarráð hefur lagt það til við Vegagerðina að fallið verði frá núverandi fyrirkomulagi afsláttarkjara fargjalda í Herjólf og tekið upp svipað kerfi og notað er í Hvalfjarðargöngin. Þannig myndu stórnotendur eiga kost á því að kaupa 10-, 40- og 100-ferða kort með stigauknum afslætti. 10-ferða afsláttakort myndi þannig kosta 5800 kr. og hver ferð því […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.