Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði fram breytingu á deiliskipulagi í Herjólfsdal á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs. Breytingin er að stóra sviðið verði stækkað og þar verði salernisaðstaða. Samþykkt var að auglýsa tillöguna. Gunnlaugur Grettisson, formaður ráðsins, sagði hugmynd þjóðhátíðarnefndar vera að koma upp vísi að varanlegu sviði.