Auðvitað kjósum við!

Þráspurður í fyrirspurnartíma á Alþingi á fimmtudag gat fjármálaráðherra ekki fengið það af sér að svara því hvað myndi styrkja samningsstöðu Íslands best í áframhaldandi Icesave-viðræðum – að þjóðin segði já, nei eða færi ekki að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn. Ó nei… ráðherrann taldi að hver og einn kjósandi ætti að fá að gera […]
Breiðablik hafði betur í gærkvöldi

Breiðablik hafði betur gegn ÍBV þegar liðin áttust við í Lengjubikarnum, eins og deildarbikarkeppnin heitir í ár. Lokatölur urðu 0:2 fyrir Blikum en leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi. Eyjamenn voru óheppnir að skora ekki í leiknum, tvö skot Tryggva Guðmundssonar og Antons Bjarnasonar smullu í tréverkinu og Tonny Mawejje átti hörkuskot utan teigs […]
Almannavarnarnefnd fundar í Eyjum

Fréttir af aukinni skjálftavirkni í Eyjafjallajökli hafa vakið upp spurningar meðal Eyjamanna um hvernig eldgos í jöklinum gæti haft áhrif í Eyjum. Þannig er vatnsból Eyjamanna við rætur jökulsins og Landeyjahöfn gæti verið í hættu ef jökulhlaup yrði í kjölfar eldgoss. Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja fundar í dag vegna málsins en Elliði Vignisson, bæjarstjóri og varaformaður nefndarinnar […]
Setur svip á umhverfið

Senn rís fjölnota íþróttahús við Týsheimilið og er gert ráð fyrir að það verði tilbúið til notkunar í haust. Húsið er 4500 fermetrar að innanmáli. Hæst fer það í fimmtán metra. Það er hannað af TPZ teiknistofu og verður bogadregið eins og sést á teikningunni og á að falla vel að umhverfinu. Mikið þurfti að […]
Eyjamenn mæta Breiðabliki í kvöld

Karlalið ÍBV mætir í kvöld öðru úrvalsdeildarliði í Lengjubikarnum þegar Eyjamenn og Breiðablik leiða saman hesta sína. Leikurinn fer fram í Kórnum í Kópavogi og eru stuðningsmenn ÍBV á höfuðborgarsvæðinu hvattir til að styðja við sitt lið. Þeir hinir sem verða út í Eyjum í kvöld geta fylgst með leiknum á vefsíðunni SportTV. (meira…)
Eyjabandið Vangaveltur spilar á Samfés-hátíðinni

Um helgina fer fram Samfés-hátíð í Laugardalshöll en Samfés eru samtök félagsmiðstöðva á landinu. Samfés-hátíðin er tveggja daga hátíð ungmenna þar sem boðið verður upp á ball á föstudeginum og söngvakeppni á laugardeginum. Búist er við að milli fjögur og fimm þúsund ungmenni muni fjölmenna á hátíðina en á ballinu mun m.a. hljómsveitin Vangaveltur frá […]
Nemendur aðstoða á loðnuvöktum

Loðnu var landað úr átta skipum í Vestmannaeyjum í gær. Samtals var aflinn rúmlega átta þúsund tonn. Meðal þeirra sem taka þátt í loðnuvinnslunni eru framhaldsskólanemendur í Eyjum. Þeir nemendur sem hafa mætt vel í skólann fá vikufrí frá námi til að taka þátt í loðnuvertíðinni. Sólveig Adolfsdóttir, nemandi í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum, segir að […]
Sjálfboðaliðastarf í dagsstund

Krabbameinsfélagið leitar um þessar mundir að sjálfboðaliðum um land allt til að selja skeggnæluna fyrir baráttuna gegn krabbameini í körlum á laugardaginn. Í ár vill Krabbameinsfélagið vekja keppnis- og baráttuandann í brjósti karla og rjúfa þögnina um krabbamein karla. Því biður það fólk um land allt að styðja við átakið með sjálfboðavinnu á laugardaginn, en […]
Lofa allri fjölskyldunni góðri skemmtun

Nú er unnið að því að setja upp leikritið Fullkomið brúðkaup, eftir Robin Hawdon, hjá Leikfélagi Vestmannaeyja. Leikfélag Akureyrar sýndi leikritið við gríðarlega miklar vinsældir veturinn 2005 til 2006, bæði norðan heiða og í Borgarleikhúsinu í Reykjavík. Um er að ræða bráðfyndinn farsa en slíkt hefur alltaf gengið vel í Eyjumenn. (meira…)
Eyjalögin í kvöld á Kaffi kró

Hin feykivinsælu Eyjakvöld halda sínu striki og í kvöld kl. 21.00 verður blásið til eins slíks á Kaffi Kró. Að þessu sinni verður Hljómsveitin Tríkót með hinn eina sanna Sæþór vídó, sérstakir gestir kvöldins. – Eyjakvöldin hafa verið haldin fyrsta fimmtudag hvers mánaðar og verður svo áfram, allavega til vors. Aðgangseyrir er 500 krónur. (meira…)