Almannavarnarnefnd fundar í Eyjum
5. mars, 2010
Fréttir af aukinni skjálftavirkni í Eyjafjallajökli hafa vakið upp spurningar meðal Eyjamanna um hvernig eldgos í jöklinum gæti haft áhrif í Eyjum. Þannig er vatnsból Eyjamanna við rætur jökulsins og Landeyjahöfn gæti verið í hættu ef jökulhlaup yrði í kjölfar eldgoss. Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja fundar í dag vegna málsins en Elliði Vignisson, bæjarstjóri og varaformaður nefndarinnar segir að fundurinn sé ekki haldinn vegna þess að um bráða hættu sé að ræða.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst