Fréttir af aukinni skjálftavirkni í Eyjafjallajökli hafa vakið upp spurningar meðal Eyjamanna um hvernig eldgos í jöklinum gæti haft áhrif í Eyjum. Þannig er vatnsból Eyjamanna við rætur jökulsins og Landeyjahöfn gæti verið í hættu ef jökulhlaup yrði í kjölfar eldgoss. Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja fundar í dag vegna málsins en Elliði Vignisson, bæjarstjóri og varaformaður nefndarinnar segir að fundurinn sé ekki haldinn vegna þess að um bráða hættu sé að ræða.