�?urftu að bíða í bílnum í sex klukkustundir

Óskar Elías Óskarsson og sonur hans þurft að bíða í sex klukkustundir í bíl sínum á bryggjunni í Þorlákshöfn á fimmtudag. Þeir áttu pantað far með fyrri ferð Herjólfs á fimmtudag en vegna óveðurs var ferðinni aflýst. Þeir voru hins vegar ekki látnir vita af því og eins og sjá má á myndunum sem fylgir […]

�?víst með skip Ísfélagsins

Óvíst er með ástand tveggja skipa sem eru í smíðum fyrir Ísfélag Vestmannaeyja í Chile. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins, segir erfitt að fá upplýsingar um stöðu mála en skipin séu í smíðum í sömu skipasmíðastöð og varðskipið Þór. Samkvæmt fréttum frá Landhelgisgæslunni virðist skipasmíðastöðin vera ónýt og varðskipið mjög illa farið. (meira…)

Varla aukið við loðnukvótann

Hafrannsóknastofnun er nú hætt formlegri loðnuleit og er Árni Friðriksson kominn til hafnar. Það er því varla von til þess að frekar verði aukið við kvótann, sem er óvenju lítill í ár. Þó munu veiðiskip, í samráði við Hafrannsóknastofnun fylgjast með hvort vesturganga lætur á sér kræla, en dæmi eru um að loðna komi að […]

�?ar sem bæjarstjórinn sveiflar sér jakkafataklæddur í berginu

Í vefriti Financial Times gerir blaðamaðurinn Sophy Roberts grein fyrir Íslandsferð sinni. Hún kom hingað að vetrarlagi, sá norðurljósin og Búrfellsvirkjun. Stór hluti greinarinnar fjallar hins vegar um heimsókn hennar til Vestmannaeyja þar sem bæjarstjórinn sveiflaði sér jakkafataklæddur í spröngunni. (meira…)

Hjón á vegum Ísfélagsins heil á húfi

Hjón á vegum Ísfélagsins í Vestmannaeyjum eru stödd í Chile en afar harður jarðskjálfti skók landið í gær. Jarðskjálftinn var 8,8 stig á Richter kvarðanum en harður eftirskjálfti gekk yfir landið í morgun. Jarðskjálftinn átti upptök sín nærri borginni Concepcion en þar eru hjónin staðsett. Í skipasmíðastöð í borginni er verið að smíða skip fyrir […]

Heilsuefling í Íþróttamiðstöðinni

Heilsueflingardagur er haldinn í dag, 27. febrúar, í Íþróttamiðstöðinni. Dagskrá hófst klukkan 10.00 og verður til klukkan 15.00. M.a. er boðið upp á mælingar sem Hjúkrunarfélag Vestmannaeyja sér um í andyri Íþróttamiðstöðvarinnar, íþróttakennarar sjá um mælingar á liðleika í öxlum og aftanverðum fótleggjum. Eva Margrét er í þessum töluðu orðum að segja frá hlaupareynslu sinni […]

Ekki nógu gott gegn KR

Karlalið ÍBV í knattspyrnu náði ekki að fylgja eftir stórsigri sínum á ÍR í 1. umferð Deildarbikarsins þegar Eyjamenn léku gegn KR í 2. umferð keppninnar. Lokatölur urðu 4:1 en Eyjamenn léku ekki vel í leiknum og var sigur KR-inga fyllilega verðskuldaður. Eina mark ÍBV gerði Eiður Aron Sigurbjörnsson úr vítaspyrnu en hann minnkaði muninn […]

ÍR engin fyrirstaða fyrir ÍBV

Kvennalið ÍBV tók á móti ÍR í 2. deildinni í handbolta í kvöld. ÍR-ingar byrjuðu betur í leiknum, komust m.a. í 2:5 og var stuðningsmönnum ÍBV hætt að lítast á blikuna í upphafi leiks. En stelpurnar náðu fljótlega áttum, sigldu fram úr og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 17:14. Í síðari hálfleik náðu stelpurnar […]

Gleymdu ekki húfunni

Ef maður notar ekki húfu þá fær maður kvef !!! Ef maður fær kvef þá eru líkur á að maður verði hás !!! Ef maður er hás þá þarf maður að hvísla !!! Þeir sem hvísla eru að ljúga !!! Þeir sem ljúga fara í fangelsi !!! Ef maður fer fangelsi þá kynnist maður dópi […]

ÍBV-KR í beinni í kvöld

Í kvöld klukkan 21.00 leikur karlalið ÍBV gegn KR í Deildarbikarkeppninni. Bæði lið fóru vel af stað í keppninni, ÍBV lagði ÍR 6:1 og KR lagði HK 5:1. Stuðningsmönnum ÍBV gefst í fyrsta sinn kostur að fylgjast með leiknum í beinni útsendingu á vefnum en netsjónvarpsstöðin SportTV mun sýna leikinn. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.