Vegagerðin vill framlengja samning við Eimskip

Á þriðjudaginn var upplýst að Vegagerðin stefni að því að framlengja samning við Eimskip um rekstur Herjólfs til fyrsta september á næsta ári. Núverandi samningur rennur út um næstu áramót og var bæjarstjórn í viðræðum við Vegagerð um að taka yfir reksturinn um leið og siglingar í Landeyjahöfn hefjast um mitt næsta sumar. Sama dag […]
Hermann Hreiðarsson sakaður um ofsaakstur

Hermann Hreiðarsson, landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Portsmouth á Englandi, á yfir höfði sér ökuleyfissviptingu eftir að hafa verið gómaður á 174 kílómetra hraða þann þriðja október síðastliðinn. Þann sama dag vann Portsmouth 1:0 sigur á Wolves í ensku deildinni. (meira…)
100 manns vinna í loðnu hjá Vinnslustöðinni

Sighvatur VE og Kap VE 4 lönduðu samanlagt um 2000 tonnum hjá Vinnslustöðinni á mánudag. „Við erum búin að vinna loðnuna til iðnaðarframleiðslu en það er líka unnið í saltfiski og ferskum fiski,“ sagði Þór Vilhjálmsson, starfsmannastjóri þegar rætt var við hann á miðvikudag. „Við erum með 35 til 40 manns í bolfiski meðfram loðnuvinnslunni […]
KFS glímir við Björninn

Búið er að draga í fyrstu tvær umferðir í Bikarkeppni karla í knattspyrnu fyrir sumarið en í fyrstu umferðinni mætir Eyjaliðið KFS liði Bjarnarins. Sigurvegari úr þeirri viðureign mætir svo sigurvegaranum úr viðureign Léttis og Víkings Ólafsvík í 2. umferð. Lið í 2. og 3. deild leika í fyrstu umferð keppninnar en lið úr 1. […]
Alltaf hissa á hversu litlu er úthlutað

Sighvatur Bjarnason VE kom inn með 1000 tonn af loðnu um miðnætti á mánudag. Jón Eyfjörð, skipstjóri sagði alfann hafa fengist eftir rúman dag á miðunum á Faxaflóa. Nú er veitt úr fremsta hluta göngunnar og loðna eftir allri Suðurströndinni. „Þetta er fremsti hlutinn og von á miklu meira magni. Það mætti segja mér að […]
Enn leitað að loðnu

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt enn á ný til loðnuleitar í gær og verður einkum leitað austur af Vestmannaeyjum. Fiskiskip hafa víða orðið vör við loðnu við Suðurströndina, en veiðisvæðið er nú á Faxaflóa, þar sem nokkur skip fengu all góðan afla snemma í gær. (meira…)
Mjög ósáttur ef þetta er niðurstaðan

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja vildi sem minnst tjá sig um niðurstöðu varðandi rekstur Herjólfs þegar siglingar í Landeyjahöfn taka við. Eins og áður hefur komið fram hefur Vegagerðin samið við Eimskip um áframhaldandi rekstur en Elliði segir að enginn sé betur til þess fallinn að reka skipið en heimamenn. Vestmannaeyjabær hafði leitast eftir því að […]
1000 kr. fyrir einstakling, 1500 fyrir bílinn

Eyjafréttir.is hafa undir höndum breytingar á samningi sem Vegagerðin, með aðstoð samgönguráðherra gerði við Eimskip um siglingar í Landeyjahöfn. Samkvæmt samningnum verða 1360 ferðir á ársgrundvelli, með möguleika á fjölgun ferða ef eftirspurn verður mikil en einnig möguleikanum á að fækka ferðum ef eftirspurn er lítil. Þá er settur fram vísir að gjaldskrá þar sem […]
Enn á eftir að ganga frá tæknilegum atriðum

Eins og greint var frá fyrr í dag var ekki annað að sjá á bókun bæjarráðs að búið væri að semja við Eimskip um áframhaldandi rekstur skipsins til 1. september 2011. Eyjafréttir.is sendu Guðmundi Pedersen, rekstrarstjóra Herjólfs hjá Eimskip póst og spurði hann hvort hann gæti staðfest að samningurinn lægi fyrir. (meira…)
Ruddist inn og ógnaði fyrrum sambýliskonu sinni

Síðdegis miðvikudaginn 17. febrúar var lögreglan í Vestmannaeyjum kölluð að heimahúsi hér í bæ vegna manns sem hafði ruðst inn í húsið og var með ógnanir. Þegar lögregla kom á staðinn var maðurinn farinn en hann var sagður undir áhrifum áfengis. Maðurinn vildi ræða við fyrrverandi sambýliskonu sína sem þarna bjó og var með ógnanir […]