Búið að semja við Eimskip um áframhaldandi rekstur Herjólfs

Svo virðist sem búið sé að ganga frá samningi við Eimskip um áframhaldandi rekstur Herjólfs. Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að samningurinn sé frá 1. júlí 2010 til 1. september 2011. Bæjarráð harmar að ekki hafi verið samið við Vestmannaeyjabæ og að samningurinn gildi til 1. september 2011. Ekki verður betur séð en að bæjarráð […]
�?riggja vikna pása hjá strákunum

Eins og áður hefur komið fram lögðu Eyjamenn Fjölni nokkuð auðveldlega af velli á laugardaginn en lokatölur urðu 36:20. Eyjamenn fá hins vegar góðan tíma til að ná sér niður á jörðina því næsti leikur liðsins verður ekki fyrr en 13. mars eða þremur vikum eftir sigurinn gegn Fjölni. Þá eiga Eyjamenn að sækja ÍR-inga […]
Endurgera tvö eldri lög

Eyjasveitin Dans á Rósum skellti sér í hljóðver um helgina til að taka upp tvö ný lög. Reyndar eru bæði lögin gömul en sveitin endurútsetur þau og gerir að sínum. Upptökurnar fóru fram í Eyjum, í Island Studios en nýr meðlimur bættist í sveitina á haustmánuðum, gítarleikarinn Ingi Valur Grétarsson og sér hann ennfremur um […]
Vinnur að þáttagerð um hvíta þræla og múslímska sjóræningja

Kvikmyndatökufólk frá Danmarks Radio (DR) var við tökur í Eyjum á föstudag en danska sjónvarpið vinnur nú að þáttagerð um hvíta þræla og múslímska sjóræningja. Ástæða þess að kvikmyndagerðarfólkið kom hingað er að sérstaklega er fjallað um Guðríði Símonardóttur sem var numin á brott í Tyrkjaráninu 1627. (meira…)
Neyðarblysum skotið á loft í gærkvöldi

Neyðarblys sáust á lofti við Vestmannaeyjar í gærkvöldi, um klukkan 22.30. Lögregla kannaði málið, Björgunarfélag Vestmannaeyja kallað út og björgunarbáturinn Þór sendur út til að kanna sjóinn. Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar var ekki vitað um neina báta á sjó og telur lögregla líklegast að um gabb hefði verið að ræða. (meira…)
Stórsigur á ÍR í Lengjubikarnum

ÍBV vann stórsigur á ÍBV í Lengjubikar karla í Egilshöll í dag en áður en yfir lauk urðu mörk Eyjamanna í leiknum sex og Eyþór Helgi Birgisson sem lék með Ými í 3. deild á síðustu leiktíð skoraði fjögur marka ÍBV. ÍR byrjaði leikinn betur og sluppu í gegn eftir aðeins 35 sekúndna leik en […]
Eyjapeyjar ekki í vandræðum með Fjölni

Karlalið ÍBV var ekki í teljandi vandræðum með Fjölni sem kom í heimsókn til Eyja í dag. Fjölnismenn byrjuðu reyndar ágætlega í leiknum, komust í 0:2 og jafnt var á með liðunum fyrstu mínúturnar. En um miðjan fyrri hálfleikinn gáfu Eyjamenn í og náðu afgerandi forystu áður en flautað var til leikhlés. Staðan í hálfleik […]
Efsta liðið átti ekki möguleika gegn ÍBV

Stelpurnar í ÍBV spiluðu líklega sinn besta leik í vetur þegar liðið tók á móti efsta liði 2. deildar, Gróttu sem hafði fyrir leikinn ekki tapað stigi í vetur. Eyjastúlkur voru hins vegar ekkert smeykar gegn toppliðinu, byrjuðu af miklum krafti og voru sex mörkum yfir í hálfleik 22:16. Mestur varð munurinn tíu mörk í […]
Gréta í Eyjavík gestur fundarins

Á morgun laugardag verður Gréta Grétarsdóttir, formaður Félags kaupsýslumanna í Eyjum, gestur á morgunverðarfundi Sjálfstæðisfélagsins. Gréta ætlar að kynna starfsemi fyrirtækis síns, Eyjavík og aðra verslunarþjónustu í Eyjum. Fundur hefst kl. 11 í Ásgarði og verður boðið uppá kaffi og meðlæti. (meira…)
Kolkrabbar til sýnis á Fiskasafninu

Alls komu fjórir kolkrabbar á fiskasafnið í síðustu viku og er einn kolkrabbanna, að sögn Kristjáns Egilssonar, fyrrverandi safnstjóra, sá stærsti sem komið hefur á safnið hingað til. Það voru skipverjar á togaranum Jóni Vídalín VE, sem komu með kolkrabbann á safnið og að því tilefni hefur kolkrabbinn fengið nafnið Vídalín. (meira…)