Hrognavinnsla hafin í Eyjum

Hrognavinnsla loðnu er hafin í Vestmannaeyjum. Í gær var landað þar 1000 tonnum úr Álsey, skipi Ísfélags Vestmannaeyja. Áður hafði annað skip félagsins, Guðmundur, fryst um 850 tonn. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins, segir að loðnan sem landað var í gær sé hæf til hrognavinnslu, enn séu þó nokkrir dagar í að gæði hennar uppfylli kröfur […]

Bæjarstjórn Vestmannaeyja vill sjómannaafsláttinn áfram

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hvetur ríkisstjórn Íslands til að láta af áætlunum um afnám sjómannaafsláttar. Bæjarstjórnin bendir á í ályktun sinni sem samþykkt var í gær á bæjarstjórnarfundi, að sjómannaafsláttur sé viðtekin venja í nágrannalöndum Íslendinga og að hann sé m.a. tíu sinnum hærri í Noregi. Sjómenn stundi erfiða vinnu, fjarri fjölskyldum og eru því ekki hluti […]

�??Börn hjálpa börnum�?? ýtt úr vör í Eyjum

Hin árlega söfnun ABC barnahjálparinnar, „Börn hjálpa börnum“ var hrint af stað í Eyjum í morgun. Börn í 5. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja fengu þá afhenta söfnunarbauka sem þau munu svo ganga með í hús í Eyjum og safna fé til hjálparstarfa. Í ár er ætlunin að safna fyrir The Comforter starfið í Chennai í Indlandi […]

Bakkafjara staðan og dorgarar á koppum

Staðan á Bakkafjöru ævintýrinu er núna þannig að þrátt fyrir yfirlýsingar bæjarstjórnarinnar um að höfnin yrði fyrst og fremst ferjuhöfn, fargjaldið yrði verulega lækkað (500 kr ) og 8 ferðir á dag. Þá er staðan svona : Í viðtali við yfirumsjónarmanns hafnargerðarinnar í Fréttum nýlega kemur fram að nú þegar er hafin undirbúningur fyrir smábátaaðstöðu. […]

20 þúsund tonna viðbót í loðnu

Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hefur aukið loðnukvótann um 20 þúsund tonn, úr 130 þúsund tonnum í 150 þúsund. Langstærsti hluti viðbótarinnar kemur í hlut íslenskra skipa eða 18 af þeim 20 þúsund tonnum. Af viðbótinni fá Eyjaskipin um fimm þúsund tonna viðbótarkvóta. (meira…)

Gælum við að byrja æfa í október eða nóvember

Framkvæmdir eru hafnar við grunn fjölnota íþrótta­húss og áætlanir gera ráð fyrir að húsið verði komið í gagnið í október eða nóvember. Fyrsta skóflustungan var tekin í lok september 2007 og jarðvegsframkvæmdir hófust ári síðar. „Við byrjuðum á grunninum 2. febrúar og erum að vinna í sökklinum allan hringinn. Húsið er 4500 fermetrar að innanmáli […]

Fundur �?jóðarvettvangs haldinn á heimili Árna Johnsen

Árni Johnsen býður upp á fundarborð á sínu heimili, Höfðabóli, fyrir þá sem vilja laugardaginn 20. febrúar milli 16.00 og 18.30. Um er að ræða Þjóðarvettvang sem býður upp á smáa umræðufundi fólks um allt land varðandi IceSave með því að tengja það mál við gildin virðingu, réttlæti og heiðarleika. Markmið Þjóðarvettvangs er að skapa […]

Stefán Friðriksson ráðinn framkvæmdastjóri Ísfélagsins

Stefán Friðriksson, viðskiptafræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja hf. Stefán er 46 ára og hefur undanfarin tæp 13 ár starfað hjá Vinnslustöðinni hf. í Vestamannaeyjum og gegnir stöðu aðstoðarframkvæmdarstjóra þess félags. Stefán er kvæntur Þjóðhildi Þórðardóttur og eiga þau fjögur börn. (meira…)

5000 tonn af kolmunna

Það sem hefur bjargað okkur er kolmunninn sem við höfum keypt af norskum skipum. Fengum við 5000 tonn af þremur skipum um helgina,“ sagði Páll Scheving, verksmiðju­stjóri í bræðslu Ísfélagsins. Þar á bæ eru menn að gera sig klára fyrir loðn­una eins og í bræðslu Vinnslu­stöðvarinnar sem hefur tekið á móti lítils háttar af gulldeplu […]

Sjö af ellefu tengjast Eyjum sterkum böndum

Keppnin Ungfrú Suðurland verður haldin á Hótel Selfossi þann 26. mars nk. og af 11 stúlkum sem taka þátt í keppninni eru sex frá Vestmannaeyjum. Frá Eyjum eru það þær Thelma Sigurðardóttir, Tinna Ósk Þórsdóttir, Birgitta Ósk Valdimarsdóttir, Sara Dögg Guðjónsdóttir, Kristjana Rún Gunnarsdóttir og Svava Kristín Grétarsdóttir. Auk þess tekur Hlíf Hauksdóttir þátt í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.