Árni Johnsen býður upp á fundarborð á sínu heimili, Höfðabóli, fyrir þá sem vilja laugardaginn 20. febrúar milli 16.00 og 18.30. Um er að ræða Þjóðarvettvang sem býður upp á smáa umræðufundi fólks um allt land varðandi IceSave með því að tengja það mál við gildin virðingu, réttlæti og heiðarleika. Markmið Þjóðarvettvangs er að skapa vettvang fyrir fólk til að hittast í smáum hópum, hvar á landinu sem er og viðhafa uppbyggilega og agaða umræðu um erfið og tilfinningarík þjóðfélagsmál.